Að semja eins og karlmaður

Eftir Kristínu Sævarsdóttur

Samkvæmt launakönnun VR 2006 eru karlar í fullu starfi með 22% hærri heildarlaun en konur. Að teknu tilliti til þátta sem áhrif geta haft á laun, svo sem vinnutíma, starfsaldurs og fleiri þátta, er munurinn 15%.

Karlar fá að jafnaði 15% hærri laun en konur í sömu eða sambærilegum störfum.

Eitt sinn vann ég hjá einkafyrirtæki sem borgaði mér 20 - 30 % lægri en laun karlanna sem unnu við hlið mér í samskonar starfi. Vegna reglna um launaleynd hafði ég ekki hugmynd um launamisréttið á þessum vinnustað. En ég vissi að ég var ekki ánægð með launin mín.

Þar sem ég er þolinmóð kona og vil frekar fara friðsamlega fram, reyndi ég um langa hríð að fá vinnuveitandann til að hækka launin mín með ýmsum aðferðum. Ég fór margar ferðir inn á teppi til forstjórans og skrifstofustjórans til að biðja um launahækkun - en án árangurs. Ég reyndi að sýna fram á með ýmsum rökum að starfsframlag mitt væri í raun meira virði en stjórnendur fyrirtækisins töldu.

Það bar ekki árangur.

Þá fór ég fór bónleiðina, sýndi fram á að ég þyrfti hærri laun til að geta lifað sómasamlegu lífi. Ekki gekk það betur.

Þar kom að því að ég missti þolinmæðina. Ég gekk á tvo karlkyns vinnufélaga mína og krafðist þess að vita hvaða þeir hefðu í laun. Annar þeirra, sá sem hafði unnið hjá fyrirtækinu í mörg ár, gaf í skyn upphæð sem var um 30 % hærri en ég fékk í launaumslagið. Hinn félagi minn hóf störf þremur mánuðum á undan mér. Launin hans voru um 20 % hærri en mín og þá var mér nóg boðið.

Ég óskaði eftir tafarlausum fundi með yfirmanninum þar sem ég skýrði frá þessari uppgötvun minni. Ég var svo reið að ég hótaði að kæra til Jafnréttisráðs (þó ég vissi að einkafyrirtækjum væri í sjálfsvald sett hvort það mismunaði fólki eftir kynferði) auk þess sem ég myndi hætta í starfi, strax.

Málaleitan minni var afar vel tekið og ég fékk 25 % launahækkun við næstu útborgun. Eftir þetta hef ég haft í huga ráðleggingar VR til kvenna um hvernig á að semja um laun. Ég sem eins og karlmaður. Það virkar!

Kristín er sölustjóri og skemmtir sér aldrei eins vel og í kosningabaráttu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þú stendur þig Stína.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.2.2007 kl. 23:01

2 identicon

Hvað með karlmann sem fær 30% minni laun og annar karlmaður eða kona, með sömu reynslu, sömu réttindi og sömu menntun? Getur hann kært til jafnréttisráð?

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 23:07

3 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Karlmaður getur kært  ef um er að ræða konu í sambærilegu starfi, seð sömu reynslu o.s.frv.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 28.2.2007 kl. 00:00

4 Smámynd: Sara Dögg

Er ennþá til fólk sem heldur að jafnréttisráð sé eingöngu opið fyrir konur???

Sara Dögg, 28.2.2007 kl. 09:38

5 identicon

Ekki er það skárra í opinbera geiranum þar er starfsfólki einnig sértakalega hylgað og í raun farnar allar mögulegar leiðir fram hjá kjarasamningum. Þar er því treyst að "vinnudýrin" eða "hinir lægra settu" reyni ekki að komast upp á dekk og heimti hærri laun. Þar ríkir launaleynd, ekki að hið opinbera ætlist til launaleyndar, heldur er það hyglaða fólkið, fólkið sem á heima uppi á dekki, sem bælir allt launatal niður. Eitt er þó jafnréttið í þessu, því þetta á jafnt við um konur sem karla.

Lifið heil! 

EJC (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 15:04

6 identicon

Alveg rétt. Opinberi geirinn finnur sínar leiðir til mismununar. Í einkageiranum er hægt að mismuna fólki í launum án þess að það séu nokkur skynsamleg rök því til stuðnings. Þess vegna gæti ég fengið hærri laun en jafnhæf kona sem vinnur við hlið mér bara af því ég geng með flottari gleraugu en hún.

Kristín Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 09:49

7 identicon

Það má ekki gleymast í þessari umræðu að þrátt fyrir að fólk sé í sambærilegum störfum er ekki endilega eðlilegt að það fái sömu laun. Eðlilegast er að borga fólki í samræmi við framlag þess. Hjá ríkinu eru launataxtar mjög hólfaðir niður þar sem farið er eftir menntun, starfsaldri, lífaldri, stöðu og fleiru. Til að mögulegt sé að greiða hæfari einstaklingum hærri laun en þeim sem eru minna hæfir er nauðsynlegt að fara krókaleiðir að settu marki. Við verðum að muna að ríkið verður að hafa tök á að greiða samkeppnishæf laun til að halda góðu fólki.

Mbk, Auður

Auður Hermannsdóttir (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 12:23

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Auður...blablabla...hversu oft hef ég heyrt þetta?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 2.3.2007 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundar

Trúnó
Trúnó
Trúnó er vettvangur kvenna sem aðhyllast femíníska jafnaðarstefnu

Tónlistarspilari

Brigitte Bardot - Ca pourrait changer

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband