27.2.2007 | 00:07
Hring eftir hring....
eftir Sólveigu Arnarsdóttur
Ókey, þetta er vísbendingaspurning.
Spurt er um 12 mánaða tímabil í Íslandssögunni.
Ef svarað er rétt eftir fyrstu vísbendingu fást 3 stig, 2 fyrir næstu og eitt fyrir síðustu.
Um hvaða tímabil er spurt?
1. vísbending:
Íslendingar eignast alheimsfegurðardrottningu.
Íslendingar stunda hvalveiðar.
Launamunur kynjanna er um 15%.
Sykurmolar halda tónleika.
Vextir á Íslandi eru miklu mun hærri en í nágrannalöndunum.
Jón Páll Sigmarsson er mikið í umræðunni.
(3 stig)
2. vísbending:
Duran Duran skekur landann.
Stóriðja er stefna stjórnvalda.
Dagur Vonar er sýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur.
Karlkyns stjórnmálamenn tala opinberlega á niðurlægjandi hátt um konur.
Bubbi Mortens er kóngurinn.
Alvarlegur fjárhagsvandi steðjar að Kvennaathvarfinu í Reykjavík.
(2 stig)
3. vísbending:
Ár eru virkjaðar og náttúrperlum sökkt til að skapa orku fyrir stóriðju.
Hlutfall kvenna í nefndum á vegum Alþingis er skammarlega lágt.
Landslið Íslands stendur sig vel á alþjóðlegu stórmóti.
Forsætisráðherra og borgarstjóri eru karlmenn.
Eiríkur Hauksson keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision.
Matarverð á Íslandi er stórkostlega mikið hærra en í viðmiðunarlöndunum.
Mikil umræða er um sifjaspell og ábyrgð dómstóla vegna kynferðisafbrotamála.
(1 stig)
Nú hafa glöggir keppendur kannski áttað sig á því að rétt svör eru tvö: nefnilega árin 1986/7 og 2006/7. Já, lítið hefur breyst og annað fer í hringi.
Það hefur löngum þótt fínt á Íslandi að taka staðfasta ákvörðun og kvika ekki frá henni.
No matter what.
Ákveða að finna rollu, hætta ekki fyrr en hún er fundin. ,,Heldur í feldinn, horfir í eldinn og hrærist ei.
Það sýnir karlmennsku og þor, dáð og djörfung að skipta ekki um skoðun þó aðstæður breytist. Hitt er túlkað sem hviklyndi, ábyrgðarleysi, lýðskrum..
Þess vegna þykir sá stjórnmálamaður sem lætur ekki reikular skoðanir þjóðarinnar hafa áhrif á sig, góður stjórnmálamaður. Stendur á sínu, stendur með sér, stendur á sama.
Hinsvegar á ekki að vera á þann stjórmálamann treystandi sem hlustar á sína þjóð, treystir henni og metur.
Sem bregst við breyttu andrúmi, viðurkennir mistök, bætir um betur.
Slíkt er náttúrlega ólíðandi í lýðræðisríki!
Ha?
Það að sagan endurtaki sig er ekkert náttúrulögmál, ekki óhagganleg staðreynd sem við verðum að sætta okkur við. Við getum breytt, viljum breyta, eigum að breyta.
Ekki nema við viljum bara fara hring eftir hring eftir hring...
Sólveig Arnarsdóttir er leikkona, meðlimur í Framtíðarlandinu og skipar 9. sætið á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Hún á einnig glæstan feril að baki í þýskum sápuóperum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ha ha, skemmtileg grein Sólveig :] takk
birna (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 11:33
Eru þið búnar að skoða bloggið Ótrúnó?? ekki sátt kv helga b.
Helga Björnsdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 13:09
Frábær grein. Þessa getraun ætla ég að leggja fyrir vini og vinkonur!
Ingibjörg Stefánsdóttir, 27.2.2007 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.