26.2.2007 | 00:02
Hneyksli á Alþingi - gamaldags viðhorf
eftir Katrínu Júlíusdóttur
Margir virðast telja að fólk verði feministar eða kvenfrelsissinnar með því að segjast vera það. Sama fólk sýnir það alls ekki í verki. Samþykkt eru plögg og lög sem ekki er farið eftir. Á hinu háa Alþingi hefur verið samþykkt jafnréttisáætlun fyrir ráðneytin þar sem þeim er gert að gæta jafnvægis milli kynja í öllum nefndum og ráðum á þeirra vegum.
Eftir þessu er ekki farið það kom glögglega í ljós í svari forsætisráðherra við fyrirspurn sem ég lagði fram um kynjaskiptingu í nefndum á vegum ráðuneytanna.
Ég spurði hvernig kynjaskipting væri við skipan í nefndir og ráð hjá ráðuneytunum frá nóvember 2004 til febrúar 2006.
Niðurstaðan var hláleg hneyksli.
Forsætisráðuneytið 68% karlar og 32% konur
Fjármálaráðuneytið 69% karlar og 31% konur
Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið 77% karlar og 23% konur þó var því ráðuneyti stýrt af konu á tímabilinu...
Sjávarútvegsráðuneytið 80% karlar og 20% konur
Samgönguráðuneytið 81% karlar og 19% konur
En ekkert slær þó Landbúnaðarráðuneytinu við 88% karlar og 12% konur
Margar nefndir voru einungis skipaðar körlum, eins og nefnd á vegum forsætisráðuneytisins um endurskoðun örorkumats og endurhæfingu.
Í hana skipaði Halldór Ásgrímsson 10 karla.
10 karla? Og enga konu! Kemur örorkumat og endurhæfing konum ekki við? Ég hefði nú haldið það. Sama á við um marga aðra málaflokka þar sem konum er beinlínis haldið frá.
Gamaldags viðhorf og karllægur hugsanaháttur vaða uppi á Alþingi og ég rekst á það aftur og aftur í mínum störfum að menn taka jafnréttismálin ekki alvarlega.
Þess vegna verðum við að koma þessari ríkisstjórn frá.
Katrín Júlíusdóttir situr á þingi fyrir Samfylkinguna og er dauðþreytt á gamaldags viðhorfum sem lifa góðu lífi á Alþingi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:54 | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig veistu hvort þetta fólk hafi verið valið vegna hæfileika sinna eða útaf kyni? Viltu virkilega fá fólk í stöður sem skipta virkilega miklu máli fyrir þjóðina bara til að sýna frammá að þeim sé skipt hnífjafnt á milli kynjana? Mín skoðun er sú að það eigi ekki að skilja kynin svona hrikalega að heldur eigi konur að komast áfram í lífinu á eigin verðleikum. Þú ert að segja að konur séu verri einstaklingar heldur en karlar og þessvegna þurfa þær að fá forskot á lífið. Hvernig væri að fá smá traust á styrk kvenna?
Rúnar Már (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 10:12
spes, ég les ekki neinsstaðar hjá henni að konur séu verri en karlar.
Hins vegar held ég að kynjakvóti sé ekkert það sniðugasta í veröldinni, en held samt að þar til konur fá jafna áheyrn á sína verðleika þá sé hann nauðsinlegur. Stundum þarf að skikka einhver til að hlusta svo hann heyri.
Lísbet (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 11:32
Þeir sem halda því fram að konur eigi að komast áfram á "eigin verðleikum" eins og þeir orða það, eru um leið að segja að ástæða kynjaskekkjunnar sé sú að konur séu verri en karlar. Að þær séu minni að verðleikum og þess vegna sé ástandið eins og það er.
Það er af gömlum vana, gömlum ósið, að karlar fara með völdin en ekki vegna þess að þeir séu betri en konur. Þeir eru þarna og kuninngsskapur og klíkumyndanir ráða ferð þegar kemur að skipan í nefndir og áhrifastöður.
Nú finnst mér að konur eigi að fá meiri völd en karlar næstu 20 árin eða svo og á þeim tíma munu þær leiðrétta allt það sem við karlar höfum gert rangt og þá fyrst verður orðið jafnrétti og kynjakvótar óþarfir.
Fyrst af öllu verðum við þó að sjá til þess að Ingibjörg Sólrún verði forsætisráðherra. Það verður stærsta skref í jafnréttismálum hér á landi síðan konu fengu kosningarétt.
Björgvin Valur (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 11:43
Það má vera ansi mikil ef þessir karlar, allt að 88% nefndarmanna hjá Landbúnaðarráðuneytinu, eru allir hæfari en allar þær konur sem ekki voru valdar.
Það er bara mjög ólíklegt og sýnir ekki annað en að í þessum tilvikum voru karlarnir valdir af því þeir eru karlar. Þannig er það nefnilega oftast.
Ingibjörg Stefánsdóttir, 26.2.2007 kl. 11:47
Heyr, heyr, Björgvin. Alltaf gaman að sjá samkarl taka undir það sjónarmið að til eru karlaklíkur sem hópast saman, einmitt af gömlum vana eins og þú segir. Það er nefnilega ekki nóg að hafa bara lög sem tryggja jafna stöðu karla og kvenna - viðhorfin þurfa einhvern veginn að breytast líka. Við karlmennirnir verðum sífellt að vera á varðbergi, og fyrst og fremst að viðurkenna vandann og passa sjálfir að 'lenda ekki í' karlaklíkum. Auðvitað er það svo að konurnar þurfa að komast áfram á eigin verðleikum án forgjafar eða sérmeðferðar, en slíkt er erfitt þegar þær koma að lokuðum klúbbadyrum. Það er aðferð sem er miklu mun líklegri til árangurs en þvingandi lög.
Þarfagreinir, 26.2.2007 kl. 12:44
Ég hef alltaf talið misskiptinguna eiga sér rót í missmunandi áhugamálum. það er: konur hafa bara ekki almennt talað jafn mikinn áhuga á pólitik og karlar. Þetta á líka við um fullt af öðrum hlutum eins og t.d. fótbolta eða ef við horfum í hina áttina fatakaup. Þetta veldur því að það eru einfaldlega því að færri konur en karlar hafa áhuga á því að fara í pólitík og þessi könnun þín endurspeglar þennan mun. (nokkuð stöðug hlutföll yfir öll sviðin). þetta þýðir ekki það að konum sé sama um þessi málefni eða það að þær sé hlutfarslega minna færar um að sjá um þau heldur bara það að þær séu minnihluti umsækjana og þar af leiðandi minnihluti þeirra sem ná inn (þeim einu sem hafa náð að leiðrétta þennan mun hafa gert það með raglugerðum sem skapa ónáttúrulegt líkindi fyrir því að konur komist inn). Þessi munur verður til vegna missmunandi uppeldis á stelpum og strákum. drengir hanga með feðrunum og eru innrættir af þeim meðan stelpur hanga með mæðrunum. (vinnir yngra fólks er líka upp til hópa af sama kyni). það er því mjög ólíklegt að fullkomið jafrétti náist fyrr enn öll börn fá sama uppeldi. (allir leiki sér jafnmikið í byssó og í mömmó). þá er spurningin hvort það eigi að neiða foreldra til að all börnin sín þannig upp?
Ég vonna innilega að alli svari þessari spurningu neitandi en án róttækkrar breytingar í uppeldi barna er mjög svo ólíklegt að kynjamissrétti verði eytt
Daníel (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 13:23
Góður pistill - takk fyrir þetta Katrín. Það er nefnilega fjandans hrútalyktin sem umvefur flest allt það sem snýr að ríkisstjórninni. Það er ótrúlega sérstök tilfinning þegar maður skynja hrútalyktinga ég gerði það þegar ég var að horfa á Silfur Egils um helgina. Þar sat Steinunn Valdis ein með eintómum körlum það var skrýtin tilfinning.
Sara Dögg, 26.2.2007 kl. 15:48
Áhugaverdur pistill Katrín. Upp í hugann koma tvo hugtök sem mér finnst lýsa stödunni nokkud vel annad er "homosocial" sem ad Sigurdur Gudmundsson kalladi "andleg samkynhneigd" thad er ad (of)meta og velja félagsskap annara karla til hverskyns samstarfs. Ad vilja frekar vinna, og socializera med ödrum körlum.
Hitt hugtakid sem er nátengt er "cultural cloning" en thad er sú tilhneiging ad "reproduce more of the same" og vidhalda thannig ríkjandi ástandi og ímynd. Thegar kemur ad thví ad tilnefna í nefndir og rád, falla menn í thá freistni ad tilnefna einhverja sem eru í grundvallaratridum svipadir theim sjálfum, og thví ekki líklegir til ad rugga bátnum eda hrófla vid ríkjandi valdakerfum.
Thorgerdur Thorvaldsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 16:26
Áhugaverdur pistill Katrín. Upp í hugann koma tvo hugtök sem mér finnst lýsa stödunni nokkud vel annad er "homosocial" sem ad Sigurdur Gudmundsson kalladi "andleg samkynhneigd" thad er ad (of)meta og velja félagsskap annara karla til hverskyns samstarfs. Ad vilja frekar vinna, og socializera med ödrum körlum.
Hitt hugtakid sem er nátengt er "cultural cloning" en thad er sú tilhneiging ad "reproduce more of the same" og vidhalda thannig ríkjandi ástandi og ímynd. Thegar kemur ad thví ad tilnefna í nefndir og rád, falla menn í thá freistni ad tilnefna einhverja sem eru í grundvallaratridum svipadir theim sjálfum, og thví ekki líklegir til ad rugga bátnum eda hrófla vid ríkjandi valdakerfum.
Thorgerdur Thorvaldsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 16:33
Bara senda þetta lið í kynskiptiaðgerð! Enga miskunn!
Steini Briem (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.