22.2.2007 | 14:14
Til hamingju Ísland
Radisson SAS hótelið í Reykjavík hefur nú ákveðið að synja gestum á ráðstefnu netklámsframleiðenda, Snowgathering 2007, um gistingu. Því neyðast skipuleggjendur til að hætta við að halda ráðstefnuna á Íslandi.
Borgarstjórn sendi frá sér þverpólitísk skilaboð á þriðjudaginn og málið hefur verið tekið upp á alþingi.
Ótrúleg skilaboð frá lítilli höfuðborg - með stórt hjarta og mikinn metnað.
Þetta er landkynning sem bragð er að.
Ritnefnd Trúnó
Hætt við klámráðstefnu hér á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:41 | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristín
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er fáránlegt.
Þetta sýnir algerlega hversu mikil fáfræði og heimska lifir hér á landi.
olafurj (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 14:32
Húrra! Ég vona að sú umræða sem fór af stað í tenglsum við þessa ráðstefnu, sem nú hefur verið blásin af, verði til þess að hægt sé að snúa umræðunni um klám við og setja fókusinn á siðferði kynlífs í staðinn. Ég vildi mjög gjarnan mæta á ráðstefnu um það umfjöllunarefni.
Ég er orðin leið á þessari einhliða umræðu um einstaklingsfrelsi við öll möguleg og ómöguleg tækifæri - hvað um þá ábyrgð sem felst í því að vera manneskja í samfélagi við aðra?
Anna Lára Steindal (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 14:55
Flott!
SM, 22.2.2007 kl. 15:23
Landkynningin verður nákvæmlega engin - hvorki góð né slæm - því öllum úti í hinum stóra heimi er nákvæmlega sama. Þó ég kaupi ekki alveg ástæður andstöðunnar, þá er það þó gott að það voru ekki yfirvöld sem bönnuðu þetta heldur einkafyrirtæki. Þar með er málinu lokið á nokkuð snyrtilegan hátt án pólitísks eftirmála.
Feministar hafa vaðið fram völlinn undanfarið með stórkostlegum árangri. KSÍ er með sín mál til endurskoðunar, helsta vígi boltafólks, Fotbolti.net, hefur blásið til stórsóknar um kvennaknattspyrnu og umræðan um jafnrétti kynjanna er í hæstu hæðum. Vel af sér vikið. En þarna fannst mér duglegt fólk fara út fyrir sitt svið og taka afar jákvæða ímynd sína og gera hana umdeilda. Þessum slag hefði mátt sleppa að mínu mati því þetta fólk fer bara eitthvert annað og ræðir málin því það er jú allt sem átti að eiga sér stað.
Benedikt Bjarnason, 22.2.2007 kl. 15:50
það er ástæða til þess að fagna, til hamingju allir!!!
hópur sem ég tilheyri hefur aldrei náð svona árangri áður eða fengið sitt fram. Jibbí!!!!
halkatla, 22.2.2007 kl. 16:13
Að öðru ágætu bloggarar og lesendur - Hugum að þessu HÉR í kvöld
Júlíus Garðar Júlíusson, 22.2.2007 kl. 16:14
Þetta er svartur dagur í sögu Íslands. Við höfum skipað okkur á bekk með ríkjum þar sem mannréttindi eru ekki fyrir alla. Ef einhver heldur að koma hópsins hafi verið slæm landkyning þá gerir fólk sér ekki grein fyrir því hvað við vorum að enda við að gera. Þetta er eins og málið með hommana í Færeyjum. Þar töldu menn sig vera að hefja upp siðleg gildi.
Fannar frá Rifi, 22.2.2007 kl. 18:30
mér finnst þetta vera algjör hræsni, þar sem hótel Saga er með myndbandskerfi á öllum herbergjum þar sem boðið er upp á "pay-per-view" á grófum klámmyndum allan sólarhringinn.
Björn (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 19:18
Bravó bravó!
Ótrúlegt en satt. vonandi getum við farið að ræða saman um jákvætt kynlíf, já og heibrigt.
Og til þín BJÖRN, ein hamingjan í viðbót Radison SAS hótelin eru með útsendingar á klámefni til endurskoðunar ogvonandi verða öll hótel klámlaus! Húrra!
Edda Agnarsdóttir, 22.2.2007 kl. 19:41
Ég sem hélt að þjóðin væri svo frjálslynd og nútímaleg, greinilega margfalt íhaldssamari en ég hélt. Oft gerum við grín að öfgatrú/öfgasiðferði sem finnst í suðurríkjum Bna, en erum svo sjálf ekkert skárri. Þetta viðbjóðslega ástand virðist tengjast þeirri forsjárhyggju og bannæði sem hefur farið vaxandi seinustu árin. Það eru tugir þúsunda fasista hér á landi sem sjá ekkert að því að þröngva eigin siðferði yfir aðra,
Svo finnst mér furðulegt að engir pólitíkusar þori að taka afstöðu með ráðstefnunni (eða einfaldlega afstöðu með eðlilegu ferðafrelsi fólks). Það eru örugglega einhverjir þingmenn sem hafa leynilega gaman af klámi, hlutföllin eru allavega slík að það er mjög ólíklegt að þeir séu allir á móti því. En hræðslan við pólitíska rétthugsun er mikil, sérstaklega rétt fyrir kosningar.
Geiri (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 20:11
flott
Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 22.2.2007 kl. 20:33
Nú hefur Síminn sjálfur dreift klámi í gegnum heimasíðu sína www.hugi.is/kynlif til lengri tíma.
Þar fá börnin okkar aðgang að klámi og öðrum viðbjóð...
Af hverju setur enginn út á það?HÞS (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 20:36
Fannar frá Rifi, þú ert óskiljanlegur??? Skýrðu þig? Klámráðstefna á íslandi erekki gott mál, en enn verra að banna einstaklingum að gista sem ekki hafa brotið lög...en hvað hefur þetta með baráttu samkynhneigðra í Færeyjum að gera?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 22.2.2007 kl. 21:34
Ég er óskaplega glöð - og dettur ekki í hug að útskýra hvers vegna.
alla (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 23:09
Það hlýtur að vera mikilvægara að segja niðurlægingu sumra einstaklinga stríð á hendur, heldur en að aðrir einstaklingar fái að dunda sér í friði yfir klámi.
Ég held að fólk sem lætur tilleiðast að leika eða sitja fyrir í klámefni geri það sjaldan til að halda upp á einstaklingsfrelsi sitt. Þetta helst oftast í hendur við eiturlyfjafíkn og álíka ömurlegar aðstæður sem valda því að framleiðendurnir hafa ofurtök á þolendunum. Kannski ekkert ólöglegt við það, en alveg örugglega siðlaust.
Ég er stoltur af því að klámkóngarnir hafi verið hraktir í burtu. Tilfinning mín fyrir að búa í frjálsu landi hefur vaxið. Fólki leyfist að tjá sig og getur haft áhrif. Og mér þykir þeir sem hafa tekið afstöðu gegn klámráðstefnunni hafa sýnt ábyrgð, tekið ábyrga afstöðu með þeim sem eru misnotaðir í þágu viðurstyggilegs klámiðnaðar. Það er einmitt það sem þarf, að frelsi og ábyrgð haldist í hendur. Maður er alveg kominn með upp í kok af þessum frelsispostulum sem halda að frelsi sé bara að geta gert allt sem manni sýnist, óháð því hvað verður um aðra.
Bjarni Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.