Hvað ef?

Guðbjörg Linda Rafnsdóttir er næstsíðust í röð pistlahöfunda sem Trúnó fékk til að líta um öxl og ímynda sér hvernig veröldin væri ef Kvennaframboðskonur hefðu haldið um stjórnartaumana síðastliðin 25 ár. Við hvetjum alla til að kynna sér hina pistlana sem allir bera titilinn Hvað ef? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er pistlahöfundur morgundagsins og í pistli sínum rifjar hún upp örlagaríka stund í Laugardagshöll fyrir 25 árum.
 
Annars minnir Trúnó á ársþing Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar sem verður á laugardaginn – og opinn baráttufundur að því loknu – fyrir konur og karla. Koma svo!

eftir Guðbjörgu Lindu Rafnsdóttur

Hvað ef...

Ef Kvennalistinn hefði verið við völd síðastliðin 25 ár væri margt öðruvísi og betra í dag en nú er. Ekki einungis vegna þess að Kvennalistakonur hefðu tekið betri ákvarðanir en þeir sem hafa setið stjórnarheimilið þessi ár. Heldur og vegna þess að það bæri vott um að samlandar mínir væru víðsýnni en þeir eru nú.

Ef Kvennalistinn hefði verið við völd síðastliðin 25 ár þá

hefðum við ekki haft forsætisráðherra heldur forsætisráðynju

hefðum við ekki forsætisráðherra sem talar um konur eins og leigubíla sem maður fer með heim af böllum

hefðum við fleiri konur og réttsýnni karla í Hæstarétti og réttari dóma í kynferðisafbrotamálum

væri búið að leggja bann við því að opinberir starfsmenn geti notað dagpeninga á ferðalögum til að kaupa klám og vændi

hefði karlstjórnandinn sem ég hlustaði á um daginn ekki gert grín að konunni sem hafði verið í fyrirtækinu frá upphafi (sýndi hvað hún var orðin gömul) en talað af lotningu um þá karlmenn sem höfðu starfað jafn lengi (sýndi hvað þeir voru orðnir miklir reynsluboltar)

hefði stráknum sem valt niður tröppurnar á þríhjólinu sínu ekki verið sagt að hætta að grenja eins og smástelpa

þætti strákum ekki asnalegt að hjóla á stelpuhjóli en stelpum upphefð í að hjóla á strákahjóli

fengju karlmenn sem vinna á leikskólum ekki þau skilaboð að eitthvað sé að hjá þeim ef þeir líti ekki á starfið eingöngu sem biðstöð í leit að karlmannlegri vinnu

hefði kvenkyns háskólakennari ekki sagt í viðtali nýverið að hún ætlaði ekki að bjóða nemendum upp á að horfa á sig sem gamlan krumpaðan kennara og láta því af störfum áður en hún verður of gömul

væri ekki hrópað að litlum drengjum sem standa sig illa á íþróttavellinum kerlingar!

Já – ef Kvennalistinn hefði verið við völd síðastliðin 25 ár, þá væri það tákn um að bleikt hefði sömu virðingu og blátt og að konur og karlar stæðu jafnfætis á eyjunni fögru í Atlantshafinu.

Guðbjörg Linda sem er alltaf kölluð Linda er dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hef einmitt oft velt því fyrir mér hversu allt allt öðruvísi líf mitt hefði verið ef jafnrétti hefði verið á síðan ég fæddist, hversu mikið léttara það hefði verið að sækja um starfið mitt, hversu óhrædd ég væri við að gera kröfur um launin mín, eða bara léti vaða í umsókn í "stákanámið" sem mig hefur alltaf langað í.

 Pant helga líf mitt þessari baráttu, svo dætur okkar verði hissa og spyji "misrétti"?  er það eitthvað ofan á brauð eða?

Lísbet (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 11:47

2 identicon

einmitt það sem femínistar vilja - að allt sé auðvelt, grasið er auðvitað alltaf grænna hinum megin, en VAKNAÐU! lífið er erfitt - karlar þurfa lika að berjast til að fá það sem þeir vilja. 

Plato (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 12:16

3 Smámynd: Ómar Kjartan Yasin

Erfitt að vera þið, djöfull er ég ánægður að vera ég.

Ómar Kjartan Yasin, 23.2.2007 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundar

Trúnó
Trúnó
Trúnó er vettvangur kvenna sem aðhyllast femíníska jafnaðarstefnu

Tónlistarspilari

Brigitte Bardot - Ca pourrait changer

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband