Er kennarastéttin kvenlægari en gott þykir?

eftir Söru Dögg Jónsdóttur

Getur verið að kennarastéttin sé of kvenlæg? Getur verið að ástæðan fyrir því að ekki næst að semja við kennarastéttina sé að meirihluti stéttarinnar eru kennslukonur?
Getur verið að ekki sé tekið mark á kröfum kvenna sem hafa yfirtekið stétt sem áður var karlastétt?

Getur verið að laun kennara hafi verið á við laun þingmanna vegna þess að þá var stéttin samansett af kennslukörlum? Getur verið að laun kennara hafi dregist aftur úr vegna stöðu kvenna yfirleitt? Getur verið að laun kennara séu eins og þau eru vegna þess að konur hafa lægri laun en karlar?

Getur verið að launabaráttu kennarastéttarinnar þurfi að skilgreina sem hluta af jafnréttisbaráttunni?

Það fara um mig ónot þegar ég velti þessum spurningum upp, ekki vegna þess að ég skammist mín fyrir að tilheyra stéttinni eða vegna þess að ég er kennslukona.

Nei, hreint ekki. Það sem pirrar mig mest er að þetta er ekki svo ólíklegt. Það er bara full ástæða til þess að velta sjónarmiðum sem þessum upp. Kennarastéttina, kennaramenntunina og skólasamfélagið allt þarf að fara skoða með kynjagleraugum. Umræðan þarf að fara fram og verða sýnileg.

Rýnum í þá heildarmynd sem skólasamfélag er. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt mikið um jafnréttissjónarmið meðal kennarastéttarinnar.

Hvar er sú umræða? Þykir hún virkilega ekki skipta neina máli fyrir gott skólasamfélag – þar sem markmiðið er einstaklingsmiðað nám?

Hver hefur velt því fyrir sér hvort ein breytan sem þurfi að huga að varðandi áhrifavalda á framvindu náms sé einmitt kynferði?

Getur verið að ástæða sé til þess að kippa skólasamfélaginu inn í jafnréttisbaráttuna af fullum þunga?

Sara Dögg er frábær kennari og er einingarstjóri við Barnaskóla Hjallatstefnunnar í Hafnarfirði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Púkinn hefur lýst sinni skoðun hér, en hann er þó hræddur um að margir lesenda Trúnóbloggins séu honum ekki sammála.

Hvað almennan launamun karla og kvenna er Púkinn að sjálfsögðu fylgjandi því að greiða jafn hæfum einstaklingum sömu laun fyrir sömu vinnu.  Samt finnst Púkanum það alltaf skrýtið að þegar hann auglýsir störf í sínu fyrirtæki þar sem kröfurnar og launin eru lág, eru það mestmegnis konur sem sækja um, en þegar hann auglýsir meira krefjandi störf (og hærra launuð) snýst þetta við - eingöngu karlar sækja um.  Hvernig geta konur vænst þess að staðan breytist ef þær hafa engan metnað?

Púkinn, 21.2.2007 kl. 18:34

2 Smámynd: Dofri Hermannsson

Orð í tíma töluð.

Eflaust er stór hluti af launamuninum falinn í því að "kvennastéttunum" er haldið niðri. Uppeldis- og umönnunarstörf sem áður voru unnin "ókeypis" af konum inni á heimilum hafa aldrei verið fyllilega viðurkennd. Ekki ólíkt og leikarastarfið t.d. sem vex úr því að vera áhugamál upp í að vera gríðarlega krefjandi starf að loknu nokkurra ára námi á háskólastigi.

Ég held að það þurfi svo sannarlega að skoða laun "kvennastéttanna" með kynjagleraugum eins og þú segir.

Dofri Hermannsson, 21.2.2007 kl. 18:36

3 Smámynd: Þorgerður Laufey Diðriksdóttir

Tvímælalaust má skoða launabaráttu kennara út frá jafnréttissjónarmiðum.

Takk fyrir þetta innlegg

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 21.2.2007 kl. 20:25

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Sammála, kominn tímí á nýtt kvennaframboð!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.2.2007 kl. 21:50

5 identicon

Eru Karlar í kennarastétt með hærri laun en konur???????

skh (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 21:57

6 identicon

Eru Karlar í kennarastétt með hærri laun en konur???????

Hvað með Lífeyrisgreiðslurnar?? Aldrei tala kennarar um forréttinda lífeyrisgreiðslurnar sínar, og allir skólar lokaðir þessa dagana.

Ójabjakk,, 

skh (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 22:00

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk fyrir þennan pistil Sara Dögg. Þessa umræðu þarf að taka meðal kennara. Við ættum kannski að opna kennaratrúnó?

Edda Agnarsdóttir, 21.2.2007 kl. 23:09

8 Smámynd: Karl V. Matthíasson

Þegar ég ar að kenna fyrir tuttugu árum þá minnir mig að hjúkrunarfræðingar og kennarar hafi verið á sömu launum. En nú hefur bilið breikkað.

Laun fást ekki hækkuð nema með harðvítugri og einarðir baráttu.

Ég stend með kennararstéttinni í því og óska þeim til hamingju með að fara í mótmælagönguna um daginn.  Kennarar hafa verið til fyrirmydnar í stéttabaráttunni og vona ég að svo verði áfram.  Það var reynt að brjóta þá niður síðast en það mistókst og það mun ekki takast að brjóat kennarana niður ef þeir sína sama dug og þor og þá.

 Lífi kenarastéttinn

Kalli Matt

ps. Í landi hinnar "stórkostlegu hagstjórnar" hlýtur líka vera auðvelt að hækka laun kennaranna.

km

Karl V. Matthíasson, 22.2.2007 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundar

Trúnó
Trúnó
Trúnó er vettvangur kvenna sem aðhyllast femíníska jafnaðarstefnu

Tónlistarspilari

Brigitte Bardot - Ca pourrait changer

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband