20.2.2007 | 23:29
Hvað ef?
Trúnó er í nostalgíustuði þessa vikuna og hefur birt pistla eftir konur sem stóðu fremstar í fylkingu Kvennaframboðsins sögufræga. Nú um mundir eru 25 ára síðan pilsaþyturinn hertók sali borgarstjórnar og konur breyttu stjórnmálunum. Helga Thorberg er næst og í hennar pistli koma við sögu pilsklæddir strætisvagnar og stjörnusjúkraliðar.
eftir Helgu Thorberg
Hvað ef...
Já, stelpur, hvað ef ?
Hvað ef við hefðum fengið að ráða borgarmálunum, segjum síðustu 25 árin, hvernig væri lífið og tilveran þá? Hvernig væri að eiga heima í borg þar sem hugmyndir kvenna lægju til grundvallar öllu borgarskipulagi?
Götur, byggingar, stofnanir, allt samfélagið skipulagt út frá gildismati og þörfum kvenna. Allt framlag kvenna til samfélagsins yrði gert hæst undir höfði og verðmætustu störfin í samfélaginu væru umönnunar- og uppeldisstörf.
Hæstu launin væru greidd til leikskólakennara, grunnskólakennara, hjúkrunarkvenna og sjúkraliða. Fjölmiðlar kepptust við að flytja okkur fréttir af þeim sem vinna þessi störf, þessir starfshópar væru stjörnur samfélagsins.
Matráðskonur í leikskólum og skólum borgarinnar kepptust við að búa til holla rétti fyrir börn og æsku landsins. Áherslan væri á velferð ungra sem gamalla.
Á vinnustöðum væri tekið tillit til fjölskyldunnar, börn gætu fylgt foreldrum í vinnuna og þar væri einnig rými fyrir eldri kynslóðina. Almenningssamgöngur væru gerðar að raunhæfum valkosti og því teknar framyfir einkabíla.
Grænir reitir um alla borg með gróðri og fallegum blómum. Konum væri sýnd virðing í samfélaginu og klám fengi ekki að þrífast. Í sögubókum væru frásagir af vinnu og störfum kvenna gerð góð skil og söfn og styttur þeim tileinkaðar um alla borg.
Hátíðarhöld í minningu kvenna væru daglegur viðburður og afmæli Kvennaframboðsins minnst með þjóðhátíð á hverju ári !
En ef ég hefði fengið völdin þá væru götur Reykjavíkurborgar lagðar bleiku malbiki, strætó gengi í pilsi og ljósastaurar væru með hatta.
Helga Thorberg rekur æðisgengna blómabúð sem heitir Blómálfurinn. Hún á sér þann draum að grilla karlrembusvínið þegar sól tekur að hækka á lofti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elskurnar mínar, ef bara ...
Anna Lára Steindal (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 09:22
Þu segist vilja grilla karlrembusvínið.....en ég f.h. þess hóps langar að spyrja: Var ekki helsta þungavigtarkona kvennalistans - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjori ásamt Steinunni Valdísi um 12 ár af þessum 25 árum sem þú vitnar til ?
Þær voru s.s. æðstu foringjar borgarmálanna í um 50% af þeim tíma sem þú vitnar um eða um 12 ár af 25 árum ? Ekki satt ?
Mikið er dapurlegt að lesa svona kvennablaður sem er einmitt ástæðan fyrir því af hverju kvennalistinn komst aldrei í stjórn - endalaust blaður en lítið um efndir....ótrúlegt rugl að lesa svona "ef við værum í stjórn myndum við hafa breytt svo miklu blablabla".
Ykkar mesta ÞUNGAVIGTARKONA var æðsti foringi borgarmálanna snúllur !
Samt er býsna gaman af ykkur dúllurnar mínar...erud soddan krúttarapútt þegar þið malið svona skemmtilega :-)
Gunnar Björnsson (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 12:29
Verst að vindmillur mala ekki því þá gæti hann Gunnar litli krúttapútt fengið vinnu þar sem karlmennskan er eitt svitalöður við handsnúninganna á kornmilunum!
Annars til hamingju með pistilinn Helga mín!
Edda Agnarsdóttir, 21.2.2007 kl. 13:18
Flottur pistill Helga. Það er einmitt svo merkilegt að gæsla og umhyggja fyrir peningum skuli vera svona miklu meira metin en umhyggja okkar hvert fyrir öðru.
Vilborg Ólafsdóttir, 21.2.2007 kl. 13:49
"Almenningssamgöngur væru gerðar að raunhæfum valkosti og því teknar framyfir einkabíla." Er ekki Allt í lagi? Sýnist þér strætóarnir vera fullir af konum eða hvað? Frábært svar hjá Eddu Agnarsdóttur til hans Gunnars litla. Einstaklega málefnalegt.
skh (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 22:08
vá - guð sé lof að þú hafir ekki fengið að ráða - þínar þjóðfélagshugmyndir eru barnalegar og heimskulegar.
Plato (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.