20.2.2007 | 12:19
Loksins loksins... Trúnó komið í Staksteinaklúbbinn!
Fjölmiðlavakt Trúnó kryfur íslenskt samfélag til mergjar. Staksteinar eru fyrstir á dagskrá.
Það var með skjálfandi höndum að ritnefnd Trúnó fletti Morgunblaðinu í dag. Það eru margir dagar síðan bloggsíða kennd við femíníska jafnaðarstefnu fór í loftið og enn ekki orð EKKI STAKT ORÐ! Í dag dró til tíðinda. Í dag er góður dagur því Staksteinar hafa blessað Trúnó með málefnalegri og vandaðri umfjöllun um pistil gærdagsins. Eins og þeim einum er lagið. Yes.
Sumar konur geta þó ekki kvartað yfir sinnuleysi Staksteina. Sumar konur hreinlega vaða uppi í Staksteinum og fá alltaf umfjöllun, eins og eftir pöntun! Ótrúlegt að fylgjast með því hvað Ingibjörg Sólrún hefur til dæmis oft fengið tækifæri hjá Staksteinum - það mætti halda að Staksteinar væru með Sollu á heilanum.
Til að komast til botns í málinu settist ritnefnd Trúnó niður og skoðaði alla Staksteina frá 22. júní 2005 16. júní 2006, vóg og mat, spekúleraði og analýseraði alla mögulega kanta hinna alræmdu steina. Og jú, Staksteinar have a thing for Solla... Hér er brot af því besta frá 2005-2006:
Ingibjörg Sólrún er dómgreindarlaus
Ingibjörg Sólrún er á móti konum (einmitt það já...)
Ingibjörg Sólrún er vinstrimaður (Nú? Í alvöru talað?)
Ingibjörg Sólrún grefur undan trausti milli samfélagshópa (vá, hún getur allt hún Solla!)
Ingibjörg Sólrún er loðin/óskýr (Og Staksteinar tala nefnilega ALDREI undir rós)
Ingibjörg Sólrún styður ekki konur (Halló, hatar hún ekki konur líka?)
Ingibjörg Sólrún styður íslenska auðhringi (bíddu... hvað með dótturfélagið...?)
Ingibjörgu Sólrúnu skortir þekkingu á sögu verkalýðsstéttarinnar (samt er hún sagnfræðingur...?)
Ingibjörg Sólrún skilar ekki árangri (þetta er gasalega ómöguleg kona)
Ingibjörg Sólrún er orsök fylgistaps Samfylkingar (já, já, við höfum heyrt þennan áður)
Ingibjörg Sólrún er ekki á miðjunni
Ingibjörg Sólrún er hrokafull (það er nú eitthvað annað en hann Davíð okkar Oddsson....)
Ingibjörg Sólrún ætlar í stjórn með Framsókn (Nú?)
Ingibjörg Sólrún ætlar í stjórn með Vinstri grænum (Bíddu, megum við kjósa fyrst?)
Ingibjörg Sólrún er sér ósamkvæm
Ingibjörg Sólrún er öfundssjúk (Nei, Trúnó er öfundssjúkt því við erum alltof sjaldan í Staksteinum.)
Næstu daga og vikur munum við halda áfram að analýsera Staksteina enda unaðsleg yndislesning hér á ferð. Fylgist spennt með Trúnó þar sem Staksteinar eru krufðir til mergjar.
Ritnefnd Trúnó líður vel þessa dagana enda með öll spil á hendi sér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tær snilld. Kominn tími til að kryfja málið...
Sara Dögg, 20.2.2007 kl. 12:29
Það er ekki spyrja að þessari konu!
Aðalheiður Birgisdóttir, 20.2.2007 kl. 13:04
Það er greinilegt að Staksteinum finnst Ingibjörg Sólrún verðugur andstæðingur
Svanfríður Lár, 20.2.2007 kl. 13:09
Var það ekki helvítið hún Ingibjörg Sólrún sem einkavæddi bankana?(Hún hóf ferlið með því að taka við bárujárnshúsinu við Bergþórugötuna undir foreldrarekna barnaheimilið Ós).
Hólshreppur (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 13:42
Góð samantekt. Styrmir hefur greinilega miklar mætur á Ingibjörgu Sólrúnu...
Sigfús Þ. Sigmundsson, 20.2.2007 kl. 20:49
já þeir eru ekki óttalausir blessaðir, og strákarnir hættir að mestu að blogga um okkar konu, kannski hefur Trúnó haft þau áhrif- hver veit...þið eruð bara góðar!!!!!!!!!!!!!!
Guðrún Ögmunds (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 11:46
Góð og þörf samantekt - Mogginn er greinlega lafhræddur við Ingibjörgu Sólrúnu. Ætli það sama eigi ekki við Guðjón Ólaf, Framsóknarþingmann og fleiri sem virðast ekki getað tjáð sig um pólitík án þess að hnýta í formann Samfylkingarinnar.
Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 16:43
Ingibjörg Sólrún er desperate að finna eitthvða sem færir henni fylgi - hún skiptir um skoðun eins og dömubindi og segir nánast aldrei neitt af viti.
Plato (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.