19.2.2007 | 23:23
Hvað ef?
Trúnó heldur áfram að fagna því að um þessar mundir eru 25 ár síðan hið alræmda Kvennaframboð bauð fyrst fram. Nú ætlar leikstjórinn Þórhildur Þorleifsdóttir að líta um öxl og ímynda sér hvernig samfélagið væri ef allir villtustu draumar Kvennaframboðsins hefðu ræst.
Hvað ef .
eftir Þórhildi Þorleifsdóttur
Kvennaframboðið bauð fram 1982 og vann Reykjavík. Sama gerðist á Akureyri. Það er skemmst frá því að segja að konum tókst svo vel upp að borgarbúar réðu sér ekki fyrir kæti. Landsmenn allir vildu taka þátt í gleðinni og sáu því til þess að ári seinna náði Kvennalistinn hreinum meirihluta á Alþingi.
Þar með gat ríki og borg gengið hönd í hönd í gegnumfærðri kvenfrelsisstefnu og fljótlega áttuðu jafnvel hatrömmustu andstæðingar sig á því að hún færði öllum verðmæti, sem enginn gæti núna hugsað sér að vera án.
Fjölskyldu- og umhverfisvæn stefna, aldnir leika við hvurn sinn fingur, menntun og menning í öndvegi og í sífelldri endurskoðun og þróun, lýðræði sem byggir á virkri þátttöku allra sem er ekkert mál núna þegar vinnutíminn hefur verið styttur og fólk sérstaklega konur er ekki að drepast úr þreytu, streitu og samviskubiti.
Blómstrandi atvinnulíf, enda valkostirnir svo margir og spennandi eftir að stóriðjustefnan var lögð á hilluna og byggt fyrst og fremst á menntun og hugviti. En óþarfi að fjölyrða þessa sögu þekkja allir núna.
Það eina sem skyggir á er að sumir karlmenn eru óánægðir með kvótana. Þeir óttast að kyn ráði frekar en hæfni og verðleikar þegar þeir taka sæti á listum, í stjórnum eða fá spennandi störf, sérstaklega stjórnunarstörf.
Þetta er erfitt við að eiga, en sannleikurinn er sá að flestir kjósa konur, bæði í prófkjörum og í almennum kosningum. Konur treysta einfaldlega konum betur og nú er svo komið að meirihluti karla gerir það líka.
Því eru kvótar eina tækið sem tiltækt er til að halda því lýðræðislega jafnvægi sem sjálfsagt er og eðlilegt. En það er líka talsverður hópur karla sem vill ganga lengra og berst fyrir tímakvóta á ráðherraembætti, sem er reyndar í anda kvenfrelsis.
Því er það eina sjáanlega ógnunin við kosningu Ingibjargar Sólrúnar í forsætisráðskonuembættið í vor að karlmenn taki sig saman og sjái til þess með atkvæði sínu að karlforsætisráðherra nái kjöri eftir óslitna röð kvenforsætisráðskvenna síðastliðin 24 ár.
Þórhildur er löngu orðin lifandi goðsögn. Og óræk sönnun þess að konur verða róttækari með aldrinum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, sannarlega fyrirmyndar þjóðfélag sem gaman er að búa í!
Aðalheiður Birgisdóttir, 20.2.2007 kl. 08:35
Já þetta verður skemmtilegt!
Sara Dögg, 20.2.2007 kl. 08:42
Þakka þér fyrir einstaklegan hressilegan og skemmtilegan pistil! Hann bjargaði deginum - og vonandi framtíðinni líka!
Erla Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 10:47
Er þetta ekki éin meginástæðan fyrir því að kvennalistinn komst aldrei í stjórn á sínum tíma ? það er bara ekki heil brú í þessum pistli....
Hversu mörg ár voru Ingibjörg Sólrún og Valdís borgarstjórar í RVK ?
Var Ingibjörg Sólrún ekki ein meginpersónan í kvennalistanum ? og af hverju gerðist ekki rassgat á meðan hún var borgarstjóri sbr. þessi fantasíu upptalning í þessum makalausa pistli ?
......annars er alltaf gaman að ykkur dúllurnar mínar.....:-)
Gunnar Björnsson (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.