19.2.2007 | 18:49
Hræsni íslenskra stjórnvalda
eftir Bryndísi Nielsen
Umræða síðustu daga um væntanlega klámráðstefnu í Reykjavík í mars hefur vakið marga til umhugsunar.
Afstaða Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, er til að mynda mjög undarleg, en hann telur varla tilefni til að hefta för framleiðenda netklámefnis nema ljóst sé að fólkið hyggist stunda ólöglegt athæfi hér á landi.
Í fyrsta lagi er nokkuð ljóst að fólkið hyggist stunda ólöglegt athæfi hér á landi. Þarna er um viðskiptaráðstefnu að ræða, í viðskiptum sem ólögleg teljast á Íslandi. Þetta er auglýst á heimasíðu ráðstefnunnar. Flóknara er það nú ekki.
Í öðru lagi virtist það ekkert mál fyrir íslensk stjórnvöld að hefta för Vítisengla til landsins þegar þeir ætluðu að fjölmenna og eignast vini hér. Þó voru engar sannanir fyrir væntanlegum glæpum þeirra... að minnsta kosti opnuðu þeir ekki heimasíðu og auglýstu athæfið.
Né heldur var það tiltökumál að banna hinum blásaklausu og friðsælu Falun Gong liðum að koma til landsins.
Have a one night stand in Iceland... please enjoy your dirty weekend.
Sumsé, ef þú vilt berjast fyrir mannréttindum með friðsælum mótmælum er sjálfsagt mál að hefta för þína til landsins. En ef þú ætlar að halda viðskiptaráðstefnu með framleiðendum klámefnis (en framleiðsla klámefnis er ólögleg), tja, vertu velkomin/n!
Þetta mál hefur opinberað blákalt fyrir þjóðinni hver afstaða stjórnarinnar er til klámvæðingarinnar, sem í buxnafaldi sér felur mansal, kvenfyrirlitningu, vændi og barnaklám.
Er ekki kominn tími til að breyta til?
Bryndís Nielsen er kynningafulltrúi Íslenska dansflokksins og hefur ekkert að fela í sínum buxnafaldi
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:56 | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Klámumræða íslenskra femínista er komin í einkennilegan farvegan. Þeir sem ekki eru sammála andstæðingum kláms hafa eitthvað að fela "í sínum buxnafaldi" og eru sekir um stuðning við kvenfyrirlitningu, mansal, vændi og barnaklám (!).
Í þessu sambandi vil ég benda á að stór fylking innan bandarískra femínista tók afstöðu gegn því að banna klám þar í landi. Þetta má lesa í góðri grein hér: http://www.kistan.is/efni.asp?n=508&f=3&u=43
Egill M (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 19:43
Ef þú vilt berjast fytrir mannréttindum Þá ættu að stopa öfgafulla feminista sem stund áróðurslygar og meinyrði.
Hættu að líkja alþjóðlegum glæpasamtökum samtökum við lögleg fyrirtæki hættu að saka fólk um glæpi ef þú engan grunndvell til þess
http://en.wikipedia.org/wiki/Porn
Það er mannréttindabrot að banna þessu fólki að koma til landsins
Butcer (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 19:45
Hvað er róttækur femínismi? Er hægt að nálgast skilgreiningu á honum einhvers staðar?
Kolgrima, 19.2.2007 kl. 19:50
Alltaf gaman þegar varðsveinar getuleysisins æða fram á ritvöllinn til verja klámið. Ég hef sérstakt dálæti á mönnum sem vilja verja mannréttindi með því að banna konum að berjast gegn klámi. Frelsið!
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 19.2.2007 kl. 21:32
Mér finnst að allir sem hingað koma ættu að lúta sömu lögum. Þótt að ekkert ólöglegt fari fram í tengslum við þessa ráðstefnu (sem er samt kjaftæði, þetta er ólöglegur bransi hér á landi) þá er tvískinnungur stjórnvalda í öllu þessu máli augljós. Hvað segja menn um Falun Gong og Vítisenglana?
Ég greiði atkvæði með því að ráðstefnugestir fái gistingu í barnaskóla í Keflavík í boði ríkisstjórnarinnar. Hún hefur gerst svo rausnarleg áður.
Vilborg Ólafsdóttir, 19.2.2007 kl. 22:39
Spurningin er hvort það sé löglegt að halda ráðstefnu til að stunda ólögleg viðskipti. Þá getum við auðvitað haldið næst ráðstefnu fyrir innbrotsþjófa svo lengi sem þeir stela engu hér á landi, fyrir morðingja svo lengi sem þeir myrða engan en skipuleggja bara morð í útlöndum, barnaníðinga ef þeir níðast bara á börnum í útlöndum o.s.frv. Þá veltir maður fyrir sér af hverju Vítisenglum var meinaður aðgangur fyrr en þeir höfðu eitthvað brotið af sér.
Hitt er svo annað mál en það er hvað er löglegt á Netinu og hver hefur yfir mér lögsögu í því máli. Ef ég set upp ólöglegt efni á Netinu, búsett á Íslandi en tek skrárnar af tölvu í Ástralíu og set upp á tölvu í Japan og kynni í Bandaríkjunum. Efnið staldraði aldrei við á Íslandi. Hver hefur yfir mér lögsögu?
Lára Stefánsdóttir, 20.2.2007 kl. 00:10
"Alltaf gaman þegar varðsveinar getuleysisins æða fram á ritvöllinn til verja klámið". Þetta er ekki beint góð byrjun á rökræðu - af hverju þarf að leggjast svona lágt í þessari umræðu? Gildir auðvita nákvæmlega það sama um þá sem hafa verið að skrifa gegn yfirlýstu femínistunum. Leiðinlegt að sjá að þeim sem hryllir við þessari samkomu séu bara "uppþornaðar kellingar" en þeir sem verji frelsi fólks í þessum geira til að koma hingað séu "verjuendur kláms, barnaþrælkunar og ofbeldis". Má ekki bara ræða málin á hlutlægan hátt?
En nokkur atriði; Vítisenglarnir voru með sakaskrá, því hægt að vísa þeim úr landi - við áskiljum okkur rétt til þess. Falun Gong liðar, voru ranglega að mínu mati, taldir ætla að efna hér til mótmæla og voru því skilgreindir líklegir til að rjúfa alsherjarreglu. Þetta var náttúrulega fráleitt, en hjálpaði ekki að þeir höfðu verið að kveikja í sér og fleira við mótmæli annars staðar. Leitt að sjá að sú hörmung íslenskra stjórnvalda að meina þeim að mótmæla Kínastjórn hér á landi eigi núna að vera notað til að réttlæta útilokun klámfólks. Vek samt athygli á því að við byggjum á lögum og ekki sjáanlegt að við getum stöðvað för þeirra á sama grundvelli og hinna tveggja. Nema búa eitthvað til því það hentar gildismatinu - en ef við ímyndum að ríkið geri það reglulega held ég að enginn vilji búa í slíku samfélagi.
Ekkert hefur komið fram um að hér sé ráðstefna og engir salir verið teknir á leigu en líklega þarf slíkt ef um hefðbundna ráðstefnu á að vera að ræða. Hér er frekar um hvataferð að ræða eins og ISG sagði.
Þegar sagt er að klám sé ólöglegt á Íslandi er það bæði rétt og rangt. Ljóst er að skilgreiningin, lagalega, er á reiki vegna skorts á dómafordæmum. Ljóst að er að margt hefur viðgengist hér á landi og ekki hægt að ætla að þeir sem hafa treyst því að ekki sé um ólögmætt athæfi að ræða (þ.e.a.s. falli ekki undir skilgreininguna á klámi) séu skyndilega kærðir. Því liggur skilgreiningin á reiki lagalega, þó í málvenju flokkist efni sem þessi hópur stendur fyrir klárlega undir klám. Að hér sé ráðstefna (hvataferð) hjá aðilum um ólögmætt athæfi stenst því enga skoðun að svo stöddu. Þessir aðilar sem eru á leiðinni stunda löglega iðju í sínu heimalandi þar sem gildismat fólks er augljóslega annað víst það er leyft. Við værum að ég held frekar ósátt ef Írland eða Portúgal fari að meina íslenskum læknum að koma til viðkomandi landa vegna þess að þeir gætu mögulega verið læknar sem hafa stundað fóstureyðingar.
Aukinheldur má bæta því við að klám er eitt og mansal, þrælkun eða barnaklám annað, þótt allt þrífist innan klámheimsins.
Hið púrítanska ofstæki sem á sér stað gagnvart þessari hvataferð er með ólíkindum, fólk hlítur að mega hafa mismunandi afstöðu gagnvart klámi sem ekki felur í sér nauðung. Hitt er svo reyndar líka stórmerkilegt er andstaðan við málflutning feminsta; netið logar hreinlega af svívirðingum í þeirra garð. Ljóst þykir mér að margir séu orðnir langþreyttir á baráttuaðferðum þeirra og grípa þetta mál fegins hendi til að "drulla" yfir þá. Það er leiðinlegt sjá, enda um ágætan málstað að ræða.
Andri Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 13:03
. kafli. Refsiheimildir, gildissvið refsilaga …1) o.fl.
1)L. 72/1993, 1. gr.
1. gr. Eigi skal refsa manni, nema hann hafi gerst sekur um háttsemi, sem refsing er lögð við í lögum.
Er þetta ekki kjarni málsins. Á meðan þetta fólk er ekki að brjóta lög hérna þá sé ekki hvað okkur kemur við hvað það gerir hér. ´
Og lögreglan þarf ekki einu sinni að eyða púðri í eftirlit með því hvort þetta fólk sé að gera "do do"fyrir framan vefmyndavélar, feminstar og kvenréttindafélögin verða örugglega á gæjum allstaðar. Þau munu fylgjast með þessu af áfergju.
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.2.2007 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.