19.2.2007 | 00:10
Hvað ef?
Ekki missa af trúnó næstu dagana. Þórhildur Þorleifsdóttir, Ingibjörg Sólrún og Helga Thorberg munu hleypa ímyndaraflinu á flug og spá í hvað ef...
Fyrsti pistillinn er í boði Kristínar Ástgeirsdóttur, forstöðukonu Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands.
Hvað ef?
eftir Kristínu Ástgeirsdóttur
Ef Kvennaframboðið hefði komist til valda árið 1982 liti borgin okkar öðruvísi út. Reykjavík væri kvenna-, barna-, umhverfis- og menningarborg Evrópu. Reykjavík væri borg fyrir fólk en ekki bíla. Ráðhúsið hefði aldrei verið byggt ofan í Tjörninni. Fjalakötturinn stæði á sínum stað í Grjótaþorpinu sem elsti varðveitti bíósalur Evrópu.
Gömul hús hefðu fengið að vera á sínum stað og Kvosin hefði endurheimt svip sögunnar. Tónlistarhúsið væri löngu komið í notkun.
Almenningssamgöngur væru öflugar og ókeypis í strætó, löngu búið að banna nagladekk og draga verulega úr notkun einkabíla. Notað væri umhverfisvænt eldsneyti. Um borgina væri net göngu- og hjólastíga og flugvöllurinn væri að sjálfsögðu löngu farinn. Vatnasvæði Tjarnarinnar væri verndað og ekki þrengt að einstöku fuglalífi hennar.
Hverfi væru skipulögð þannig að öll þjónusta væri í nágrenninu, verslanir, félagsmiðstöðvar fyrir alla, skólar og leikskólar. Fólk þyrfti ekki sífellt að aka langar leiðir. Löngu væri búið að eyða öllum launamun kynjanna og stytta vinnudaginn niður í sex stundir, einnig barna.
Hlutur kvenna og karla væri jafn í nefndum og ráðum, sem og stjórnunarstöðum enda kynjakvótar virtir. Íbúar gætu lagt tillögur beint fyrir borgarstjórn og almennar atkvæðagreiðslu með tölvum væru daglegt brauð. Íbúalýðræði væri virkt með hverfa- og ráðgjafanefndum ákveðinna hópa, aldraðra, barna, fatlaðra og innflytjenda.
Allar tillögur og aðgerðir væru metnar út frá jafnréttis- og umhverfissjónarmiðum áður en þær væru afgreiddar. Borgin væri hrein og snyrtileg og löngu búið að gera stórátak í uppeldi borgaranna hvað varðar flöskubrot, tyggjóslettur og eyðileggingu á eigum borgarinnar og borgaranna.
Stórlega hefði dregið úr ofbeldi og eiturlyfjum, bæði á götum úti og í heimahúsum. Kynbundið ofbeldi á konum og börnum væri ekki liðið og börn vernduð. Rekin væri öflug meðferð fyrir ofbeldismenn og öryggi kvenna og barna tryggt utan sem innan dyra.
Stórlega hefði dregið úr félagslegri aðstoð vegna markvissrar sí- og endurmenntunar, ókeypis sálfræðiaðstoðar og atvinnu við hæfi. Það væri gott að búa í Reykjavík Kvennaframboðsins.
Kristín er ein af fjölmörgum Kristínum sem stóðu að Kvennaframboði og síðar Kvennalista. Hún stendur fyrir frábærum fyrirlestrum á vegum RIKK í hverjum mánuði - tékkið á http://www.rikk.hi.is/
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:22 | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir þetta Kristín. Skemmtileg sýn á hvernig lífið gæti verið öðruvísi...en áfram konur þettar er bara spurning um að stökkva en ekki hrökkva!
Sara Dögg, 19.2.2007 kl. 08:45
Það var gaman að lesa pistil Kristínar, ekki síst vegna þess að þarna eru framtíðarsýnir. Þær vantar oft í umræðuna sem festist í smáatriðum líðandi stundar og tækniatriðum. Ég hnaut aðeins um kynjakvótana - í framtíðarsýninni eru kynjakvótar ónauðsynlegir því allir eru orðnir svo þroskaðir og vel upplýstir að það þarf ekki einu sinni að ræða það að bæði kynin þurfi til þess að lýðræðið dafni.
Erla Sigurðardóttir, Kaupmannahöfn
Erla Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 09:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.