17.2.2007 | 22:59
Fjögurra - að verða fimm ára drengur
eftir Önnu Láru Steindal
Síðustu daga hefur flensuskítur herjað á fjölskylduna og af þeim ástæðum hef ég haft kærkomið tækifæri til þess að vera heima með sonum mínum í ríkari mæli en venjulega. Við höfum notað þetta tækifæri vel. Hið brýna verkefni sem jafnréttisbaráttan er, bar auðvitað á góma meðan við sátum og perluðum eða lásum blöðin á morgnanna. Sérstaklega höfum við átt um þetta innihaldsríkar samræður ég og eldri sonur minn sem er fjögurra - að verða fimm ára gamall.
Það kom mér því nokkuð á óvart og olli mér satt að segja vonbrigðum hver sýn hans var á ýmis grundvallaratriði þegar við settumst niður og ræddum málin í hjartans einlægni. Eftir fréttatíma eitthvert kvöldið lét hann þau orð falla að ,,kallar væru flinkari í pólitík en konur.
Ég varð auðvitað klumsa og spurði hvers vegna í ósköpunum hann teldi svo vera. Þá stóð ekki á svari: ,,Af því ég hef séð það í sjónvarpinu! Sennilega hefur hann fundið á mér hvað ég var vonsvikin því á eftir reyndi hann að milda dóminn með því að segja að ég væri nú samt flinkust í pólitík á Akranesi og Ingibjörg Sólrún væri að sjálfsögðu best af þeim sem væru alltaf í sjónvarpinu en engu að síður...
Hafi ég einhverntíma verið sannfærð um nauðsyn þess að konur verði sýnilegri á hinum pólitíska vettvangi var það eftir þetta komment sonar míns, fjögurra - að verða fimm ára.
Um daginn hélt þessi sonur minn því fram að ,,eiginlega ættu mömmur að vera heima hjá krökkunum þegar þeir eru veikir. Mér fannst þetta nú ekkert náttúrulögmál, sérstaklega ekki á heimili eins og okkar þar sem pabbinn hefur alla tíð tekið virkan þátt í öllu heimilisstússi og krafði hann nánari skýringa. Og ekki stóð á þeim: ,,Smábörn eru stundum svo miklir kjánar og gera alls konar rugl og gleypa pleymó-dót og kafna og pabbar taka bara ekki eftir svona hlutum!
Að mati fjögurra - að verða fimm ára sonar míns eru feður ekki nógu ábyrgir til þess að sjá um börnin sín einir og án íhlutunar mömmunnar.
Ég er enn miður mín yfir því að þrátt fyrir allt mitt ströggl til að lifa drauminn um jafnrétti með dyggri aðstoð mannsins míns, hefur fjögurra - að verða fimm ára sonur minn þessar hugmyndir.
Ég er sannfærð um að ef við ætlum að ná fram raunverulegu jafnrétti - verðum við að róa að því öllum árum að jafna ábyrgð foreldra. Kynin munu aldrei standa jöfnum fæti fyrr en feður fá að bera eins augljósa og sjálfsagða ábyrgð á börnum sínum og mæður þeirra.
Sonur minn dró saman í hnotskurn þann vanda sem við er að etja með fullyrðingum sínum: Við þurfum fleiri konur til pólitískra áhrifa og við þurfum að jafna ábyrgð foreldra.
Í framhaldinu getum við svo notað ráð drengsins til að koma á heimsfriði nefnilega að láta konur vera nr. 1 í öllum liðum (lesist flokkum) í öllum löndum. Hvers vegna? Að hans sögn leika stelpur sér aldrei með sverð eða byssur, þær fara aldrei í ,,gamnislag og stympast ekki heldur. Þær vilja frekar hugsa um dúkkur og lita og dansa og skoða bækur og vera góðar.
Konur myndu ekki nenna að fara í stríð eða rífast um smámuni og öllum liði betur í heiminum ef þær fengju að ráða.
Það er að minnsta kosti álit sonar míns, sem er fjögurra - að verða fimm ára gamall.
Anna Lára Steindal er verkefnisstjóri sjálfboðastarfs hjá Akranesdeild Rauðakrossins og fer aldrei í "gamnislag".
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:00 | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það hvarflaði að mér í dag hvar ég hefði klikkað þegar ég heyrði eina úr fjölskyldunni segja: "af hverju fá þessar konur sér ekki bara aðra vinnu?" þegar ég bar talið að innflutningi á "kámdrottningunum".
alla (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 23:16
Já börnunum ratast oft satt orð á munn. En alltént barnið er að þreifa fyrir sér. Og mömmur eru kannski þrátt fyrir allt með aðra nánd en pabbar og hvað með það? Við þurfum ekkert að reyna vera eins í uppeldinu, bara njóta þess eins og það er og börnin njóta þess þá líka eins og það er!
En það er alveg rétt hjá honum að Ingibjörg er flinkust í pólitíkinni.
Bestu kv. Edda
Edda Agnarsdóttir, 18.2.2007 kl. 00:24
Afhverju vilja femínistar ekki viðurkenna að konur eru líklega betri uppalendur en karlar? Þetta sést allstaðar í dýraríkinu og er ekkert öðruvísi hjá mannskepnunni. - Ég fagna þegar fleiri konur vilja fara í pólítik en hún Ingibjörg Sólrún er ein mesta tækifærissinni og ómálefnalegasti stjórnmálamaður sem ég veit um (enda hafa skoðanakannanir bent á að þjóðin ber minnst traust til hennar af öllum stjórnmálamönnum).
En að öðru - kannski er ástæðan fyrir að konur eru ekki eins áberandi í viðskiptalífinu, eru ekki áberandi í vísindaheiminum, eru ekki áberandi eiginlega neinsstaðar nema í uppeldishlutverkum og hjúkrun er einmitt sprottið af sömu rót og það að stelpur leika sér ekki á ögrandi hátt, fara aldrei í ,,gamnislag'' og stympast ekki heldur, vilja helst hugsa um dúkkur og lita. Afhverju velja konur hjúkrunarfræði umfram læknisfræði? Afhverju velja konur grunnskólakennarastarf frekar en framhaldsskóla? Afhverju velja konur flugfreyjustörf frekar en flugstjóra? Afhverju velja fleiri karlar pólítik? Svör óskast
Plato (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 10:08
Kæra Anna Lára. Takk fyrir að deila með okkur samtali þínu við son þinn. Hér kristallast enn og aftur hversu rígbundinn kynjamunurinn er. Eina leiðin til að viðhorfsbreyting eigi sér stað er að upplýsa og að við sem erum meðvitaðar séum á varðbergi og réttum umræðuna hvar og hvenær sem er. Ég hef sjálf reynslu af því að kenna annars vegar ungum drengjum og hins vegar að kenna ungum stúlkum 6 ára gömlum allt svo...Þar er ansi djúp gjá á milli hvað varðar allar hugmyndir um stöðu þeirra sem drengi annars vegar og stúlkur hins vegar. Og einstakt tækifæri að fá að vinna með kynjunum í sitt hvoru lagi markvisst í þá átt að stuðla að jafnrétti beggja!
Sara Dögg, 18.2.2007 kl. 12:06
Ég vil benda Pluto að fleiri og fleiri karlar sækjast í störf sem áður hafa verið stimpluð sem kvennastörf t.d. hefur undirritaður unnið á leikskóla undanfarin 2 ár og er sannfærður um að karlar séu alveg jafn færir uppalendur og konur. Ég vil benda Pluto á sterkar karlfyrirmyndir sem hafa unnið á leikskólum t.d. Eið Smára og strákana í botnleðju. Við læknadeild HÍ eru fleiri konur en karlar. Þessar fullyrðingar þínar byggja ekki á málefnalegum grunni og tel ég að þú ættir að kynna þér málin betur áður en þú setur þau fram. Virðingarfyllst.
Zóphonías, 18.2.2007 kl. 16:15
Ég er stolt mamma tveggja stráka og þakka þessa umræðu. Þetta er svo margslungið, jafnréttið.
Ég hef reynt að draga ekki upp neina mynd af konum eða körlum sem "slíkum". Þeirra mat finnst mér ekkert hafa með kyn endilega að gera. Ég veit að við stelpur eigum oft við ýmis jafnréttisvandamál að stríða en það eiga strákar líka. Það þýðir ekkert að horfa á þetta á einn máta, við komumst aldrei neitt áfram nema átta okkur á því að kynin eru ólík en vinna svo lang best saman.
Drífa (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 20:42
Hafðu ekki áhyggjur, það liggur nefnilega meira undir niðri hjá gutta.
Hann langar til að máta staðalímyndir og vekja upp viðbrögð.
Það leynist undir niðri löngun til að tjá sig um það sem hann upplifir að er ekki eins hjá honum og það sem hann sér og heyrir í umhverfinu.
5 ára strákur er að reyna sig í veröld fullorðina og hann er að skoða sitt umhverfi með augum rannsakandans.
Haltu áfram að vera góð fyrirmynd og tala um jafnrétti allra manna við hann og víðsýni og frjálslyndi mun vaxa með honum á hverjum degi.
Við skiptum megin máli þegar börnin okkar eru að móta sínar skoðanir en við þurrkum ekki út umhverfið.
Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 20.2.2007 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.