16.2.2007 | 15:40
Af klámsjúkdómum
Eftir Elísabetu Ronaldsdóttur
Nú á aldeilis að púkka upp á ímynd Íslands - eina ferðina enn. Hingað á að flytja 150 manns sem ætla að styrkja viðskiptatengsl sín í klámbransanum og glæða vonir þeirra um framleiðsluaukningu og dreifingu á klámi. Á heimasíðu þessara aðila kemur fram að hér eigi að KLÁMVÆÐA ÍSLENSKA NÁTTÚRU OG NÆTURLÍF.
Stígamót hafa margbent á að engin skýr mörk eru á milli kláms, vændis og mansals. Klám er aðeins ljósmyndað vændi og skipulagt vændi er forsenda þess að mansal geti þrifist. En eftir stendur að allt er þetta ólöglegt samkvæmt íslenskum lögum. Það er óþarfi að hafa áhyggjur af skilgreiningunni á klámi; um hana sér hópurinn sjálfur.
Og lýsir því afdráttarlaust yfir að hér sé klám á ferðinni.
Gestir klámþingsins framleiða og dreifa klámi, sumu einstaklega ofbeldisfullu og öðru með grófar tilvísanir í barnaklám. Eitthvað er um að klámsjúkir séu hvattir til vændiskaupa af sömu aðilum.
RÚV stóð sig ágætlega í fréttaflutningi af innreið klámbransans til Íslands í tíu fréttum sínum í gærkvöldi. Brennidepill fréttarinnar var að auglýst lögbrot yrðu framin á degi sem helgaður hefur verið alþjóðlegri baráttu kvenna, 8. mars.
Á tímum þar sem skuggi ofbeldis gegn konum og víðtækt mansal grúfir yfir.
Umræða Stöðvar 2 var hins vegar með ólíkindum. Fólk hlýtur að velta því fyrir sér hversu fyndið ofbeldi gegn konum, mansal og dreifing ólöglegs efnis, er í augum þáttastjórnanda Íslands í dag. Þeir flissuðu og tístu alla umfjöllunina. Þau tóku meira að segja að sér að niðurlægja karlkyns starfsmenn Radison SAS með því að ætla þeim að vera ,,breimandi" af kröfum um að fá vakt á meðan herlegheitin standa yfir á hótelinu.
Þau spurðu iðandi hvort boðið yrði upp á gúmmílök á hótelinu og þetta undarlega háttalag þeirra kórónuðu þau með birtingu klámmynda. Líklegast ,,tæknileg mistök" því nú er búið að fjarlægja klámmyndirnar úr fréttainnslaginu á vef stöðvarinnar.
Þessi meðhöndlun Stöðvar 2 á fréttinni fær mig til að hugsa hvort við ætlum virkilega að yppta öxlum og ljúga því áfram að sjálfum okkur og öðrum að þetta sé saklaust grín?
Ætlum við að halda því áfram að ala upp börnin okkar með því hugarfari að svona sé þetta bara; karlmenn níðast á konum - ef ekki í alvörunni, þá í fantasíunni?
Framkvæmdastjóri Radison SAS, Hrönn Greipsdóttir, tilkynnti stolt að ekki yrði farið í manngreiningarálit á þeim bæ. Litið væri á þennan hóp sem hvern annan hóp viðskiptavina. Nú efast ég ekki um að Radison SAS verði í vandræðum í kjölfar frétta um hvaða hópur er hér á ferðinni - ekki myndi ég samþykkja að dvelja á hóteli sem hýsir slíka samkomu og þekki marga aðra sem hugsa á svipuðum nótum.
Ég velti því líka fyrir mér hvers konar viðbrögð þetta eru af hálfu hótelsins. Finnst þeim ekki vandamál að hópurinn stundi ólöglega starfsemi? Væri það sama upp á teningnum hjá Radison SAS ef hingað boðuðu komu sína samtök barnaníðinga frá Danmörku sem ætluðu sér að styrkja tengsl sín og skiptast á myndum?
Yrði þeim tekið eins og hverjum öðrum teppasölum?
Nú efast ég ekki um að litlu frjálshyggjupattarnir flykkjast að með ræður sínar um frjálsan vilja - en það skiptir einu. Ekki nenni ég að þylja upp, eina ferðina enn, sannanir fyrir því að þessi ,,bransi" byggir á ofbeldi gegn konum og mansali. Frjáls vilji á ekkert sameiginlegt með slíku.
Á landinu eru í gildi lög og það hlýtur að vera krafa um að þeim sé fylgt eftir. Skipulögð framleiðsla og dreifing kláms er hér bönnuð, samkvæmt lögum.
Hér er því um ólöglega starfsemi að ræða og mikilvægt að ríkislögreglustjóri og dómsmálayfirvöld komi í veg fyrir auglýst lögbrot.
Beta Ronalds er klippari og búin að fá nóg af áhugaleysi yfirvalda á lögbrotum sem felast í ofbeldi gegn konum og börnum.
Nú á aldeilis að púkka upp á ímynd Íslands - eina ferðina enn. Hingað á að flytja 150 manns sem ætla að styrkja viðskiptatengsl sín í klámbransanum og glæða vonir þeirra um framleiðsluaukningu og dreifingu á klámi. Á heimasíðu þessara aðila kemur fram að hér eigi að KLÁMVÆÐA ÍSLENSKA NÁTTÚRU OG NÆTURLÍF.
Stígamót hafa margbent á að engin skýr mörk eru á milli kláms, vændis og mansals. Klám er aðeins ljósmyndað vændi og skipulagt vændi er forsenda þess að mansal geti þrifist. En eftir stendur að allt er þetta ólöglegt samkvæmt íslenskum lögum. Það er óþarfi að hafa áhyggjur af skilgreiningunni á klámi; um hana sér hópurinn sjálfur.
Og lýsir því afdráttarlaust yfir að hér sé klám á ferðinni.
Gestir klámþingsins framleiða og dreifa klámi, sumu einstaklega ofbeldisfullu og öðru með grófar tilvísanir í barnaklám. Eitthvað er um að klámsjúkir séu hvattir til vændiskaupa af sömu aðilum.
RÚV stóð sig ágætlega í fréttaflutningi af innreið klámbransans til Íslands í tíu fréttum sínum í gærkvöldi. Brennidepill fréttarinnar var að auglýst lögbrot yrðu framin á degi sem helgaður hefur verið alþjóðlegri baráttu kvenna, 8. mars.
Á tímum þar sem skuggi ofbeldis gegn konum og víðtækt mansal grúfir yfir.
Umræða Stöðvar 2 var hins vegar með ólíkindum. Fólk hlýtur að velta því fyrir sér hversu fyndið ofbeldi gegn konum, mansal og dreifing ólöglegs efnis, er í augum þáttastjórnanda Íslands í dag. Þeir flissuðu og tístu alla umfjöllunina. Þau tóku meira að segja að sér að niðurlægja karlkyns starfsmenn Radison SAS með því að ætla þeim að vera ,,breimandi" af kröfum um að fá vakt á meðan herlegheitin standa yfir á hótelinu.
Þau spurðu iðandi hvort boðið yrði upp á gúmmílök á hótelinu og þetta undarlega háttalag þeirra kórónuðu þau með birtingu klámmynda. Líklegast ,,tæknileg mistök" því nú er búið að fjarlægja klámmyndirnar úr fréttainnslaginu á vef stöðvarinnar.
Þessi meðhöndlun Stöðvar 2 á fréttinni fær mig til að hugsa hvort við ætlum virkilega að yppta öxlum og ljúga því áfram að sjálfum okkur og öðrum að þetta sé saklaust grín?
Ætlum við að halda því áfram að ala upp börnin okkar með því hugarfari að svona sé þetta bara; karlmenn níðast á konum - ef ekki í alvörunni, þá í fantasíunni?
Framkvæmdastjóri Radison SAS, Hrönn Greipsdóttir, tilkynnti stolt að ekki yrði farið í manngreiningarálit á þeim bæ. Litið væri á þennan hóp sem hvern annan hóp viðskiptavina. Nú efast ég ekki um að Radison SAS verði í vandræðum í kjölfar frétta um hvaða hópur er hér á ferðinni - ekki myndi ég samþykkja að dvelja á hóteli sem hýsir slíka samkomu og þekki marga aðra sem hugsa á svipuðum nótum.
Ég velti því líka fyrir mér hvers konar viðbrögð þetta eru af hálfu hótelsins. Finnst þeim ekki vandamál að hópurinn stundi ólöglega starfsemi? Væri það sama upp á teningnum hjá Radison SAS ef hingað boðuðu komu sína samtök barnaníðinga frá Danmörku sem ætluðu sér að styrkja tengsl sín og skiptast á myndum?
Yrði þeim tekið eins og hverjum öðrum teppasölum?
Nú efast ég ekki um að litlu frjálshyggjupattarnir flykkjast að með ræður sínar um frjálsan vilja - en það skiptir einu. Ekki nenni ég að þylja upp, eina ferðina enn, sannanir fyrir því að þessi ,,bransi" byggir á ofbeldi gegn konum og mansali. Frjáls vilji á ekkert sameiginlegt með slíku.
Á landinu eru í gildi lög og það hlýtur að vera krafa um að þeim sé fylgt eftir. Skipulögð framleiðsla og dreifing kláms er hér bönnuð, samkvæmt lögum.
Hér er því um ólöglega starfsemi að ræða og mikilvægt að ríkislögreglustjóri og dómsmálayfirvöld komi í veg fyrir auglýst lögbrot.
Beta Ronalds er klippari og búin að fá nóg af áhugaleysi yfirvalda á lögbrotum sem felast í ofbeldi gegn konum og börnum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:27 | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristín
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hei, róleg! Það eru bara ekki karlmenn sem níðast á konum. Konur níðast líka á konum (konur eru sagðar konum verstar) og á karlmönnum líka. Hættið að innræta hjá fólki og börnum það það séu bara karlmenn sem níðist á konum og öðru fólki - þetta er hreinn og klár rasismi að segja svona og demonisera karlmenn á þennan hátt!
Karlmaðurinn í útrýmingarhættu. (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 15:57
Hvað hefur klám með ofbeldi að gera?
Afhverju er erótík og "klám" eitthvað skylt mannsali?
Þetta er bara rugl!!! Flestar þær konur sem eru í þessum bransa eru í honum út af peningunum. Þær fá miklu meira borgað en karlmenn í þessum bransa. Það er nú bara þannig að sumar konur hafa gaman af þessu og eru jafn miklar ef ekki meiri kynverur en karlmenn nokkurn tímann. Og hananú... og hættiði þessu væli.
IMakeSense (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 16:17
Frábær pistill!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.2.2007 kl. 21:36
Hér virðist vera engin kvenmaður ætla að svara. Ekki eru íslenskir karlar helsti kaupendur heims í kynlífslekföngum. Hver þá? Konur sjálsagt, sem er meira og nóg í að hér heyrist raddir gagnvart myndatöku. :)
Karlmaðurinn í útrýmingarhættu. Er mjög sammála þér. Og ekki bara ég.
Andrés.si, 17.2.2007 kl. 01:17
Ég kýs að trúa því að karlarnir sem hafa haft sig í frammi í umræðunni um komu þessa klámhóps séu á engan hátt lýsandi fyrir hinn týpíska íslenska karlmann.
Og ég veit að það er eins og að berja hausnum við stein að skiptast á skoðunum við þá. Hefur ekkert upp á sig.
Og flottur pistill Beta!
Ibba Sig., 17.2.2007 kl. 11:59
Flottur pistill, takk fyrir hann. Ég skil samt ekki alveg tenginguna sem andrés.si gerir á milli kynlífsleikfanga (ég skil það þannig að hann sé að meina titrara og annað slíkt) og klámefnis. Í mínum huga eru kynlífsleikföng ætluð til einkanota og skaða oftast hvorki né niðurlægja framleiðendur og notendur á sama hátt og klámið gerir (þó auglýsingar fyrir þau geti svo sannarlega oft fallið undir klám (og mér skiljist að sé ekki farið eftir leiðbeiningum geti það leitt til ýmiss konar íþróttameiðsla)). Ertu ekki að bera saman epli og appelsínur þar?
Unnur Arnardóttir (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 12:11
Það er furðulegt hvað fólk virðist vera að fara á límingunum núna vegna einhverra túrista sem Icelandair er að flytja til landsins. Icelandair hefur leynt og ljóst unnið að markaðssetningu Reykjavíkur sem kynlífsborgar undanfarna tvo áratugi og þegar þetta loks er farið að bera augljósan árangur þá verður allt vitlaust! Fólk veður uppi með fordóma og ætlar þessum túristum allt hið versta!
Það sagði enginn neitt þegar Icelandairauglýsingarnar dundu á landsmönnum núna um daginn á HM. Þar var að vísu talað á þýsku en undir þvílíkri tvíræðni að með ólíkindum var á að hlusta. Þá sagði enginn neitt - enda var bara verið að vísa í "greddu", "limstærð" og hversu vel ákveðnir leikmenn landsliðsins dygðu í bólinu.
Íslendingar þið ættuð að skammast ykkar.
Fritz (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 12:30
Fritz. Auglýsingar Icelandair hafa lengi verið gagnrýndar. Þó þú hafir ekki tjáð þig fyrr en nú getur þú treyst því að femínistar hafa staðið vaktina lengi.
Kjartan Már (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 12:41
Svo er bara spurning hvor framsóknarmenn flytja flokksþingið sem auðvitað stendur til að halda á Hótel Sögu.
Ingibjörg Stefánsdóttir, 17.2.2007 kl. 12:59
Fritz, ég skil ekki þýsku, en er með mann á heimilinu sem er flúent í þýsku. Nennirðu að setja þennan dónalega auglýsingatexta hér inn svo ég geti beðið hann að þýða fyrir mig.
Og varðandi Icelandair, þá er fullt af konum búnar að mótmæla auglýsingataktík þeirra í langan tíma.
Ibba Sig., 17.2.2007 kl. 15:29
Góður pistill, það er ólíðandi að ráðstefna fólks úr svokölluðum klámiðnaðinum haldi ráðstefnu hér á landi. Það þarf að beita öllum ráðum til að stoðva þessa uppákomu. Það var hægt að hindra mótmæli Falun Gong hreyfingarinnar hér á landi og stöðva Hell Angles í Keflavík. Hví ætti ekki að vera hægt að stöðva þessa ráðstefnu? Öllum ætti að vera ljóst hvers konar misnotkun og ofbeldi þrífst í kringum gerð klámmynda bæði gagnvart konum og börnum. Ef vilji er fyrir hendi er hægt að koma í veg fyrir að af ráðstefnunni geti orðið. Vilji er allt sem þarf.
Sigrún Jónsd.
Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 17:48
Það er ólöglegt að framleiða og selja klám á Íslandi en samt er það selt í flestum bókabúðum og grófar klámmyndir á mörgum stöðum í Reykjavík. Síðan er BogB framleitt á Íslandi sumir myndu kalla það klám en aðrir erótík. Er Playboy klám? Er Hustler klám?
Er ekki hálfgerð hræsni hjá síðu sem gefur sig út fyrir trúa á jafnrétti og frelsi kvenna og karla að vilja banna einhverju fólki að halda ráðstefnu og fara í vetrarfrí á Íslandi bara útaf því að þið eruð á móti því sem þetta fólk vinnur við. Halda því fram að þarna fari fram einhver ólögleg starfsemi og að þetta séu barnaníðingar án þess að rökstyðja mál ykkar er náttúrlega bara rógburður.
Sigrún Jónsdóttir: Ég vona að þú sért ekki stolt af meðferð íslenskra yfirvalda á Falun Gong hreyfingunni.
Sveinlaug G. (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 20:00
Hvernig eru klámframleiðendur eitthvað verri en t.d. ýmsir trúhópar? Ég held að trú hafi nú drepið fleiri en klámið í gegnum tíðina. Ætla þá kristnir femínistar að boycotta öll hótel þar sem múslimar eða heiðingjar hafa gist á? Eflaust hafa einhverjir barnaníðingar gist á Sögu. Sem og erlendir erindrekar landa sem hafa tekið þátt í stríði. Af hverju er það betra en klám? Auðvitað eru tvær hliðar á öllum málum. Frekar þreytandi þegar femínistar gerast þröngsýnir. Klám, líkt og flest málefni önnur, hafa tvær hliðar. Góða og slæma. Það eru allsstaðar rotin epli í öllum viðskiptum, krókum og kimum þjóðfélagsins. Að dæma heila stétt útfrá þessum skemmdu eplum er alveg jafn bjánalegt og að segja að allir karlar séu karlrembur ef þeir eru ekki femínistar. Þetta er ákveðið Bush syndrome. Ef þið eruð ekki með okkur, þá eruð þið á móti. Lífið er bara ekki svona einfalt. Það er jú eðli viðskipta að græða peninga. Líka í klámbransanum. Staðreyndin er sú að stór hluti fólks í klámbransanum stundar sína vinnu líkt og flest fólk annað. En auðvitað er til fólk sem brýtur lögin í þessu líka. En það sama gildir um öll viðskipti önnur. Skyldu allir hér hafa talið fram dýru málverkin sín fram til skatts?
Trausti Salvar (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 13:46
Það er ótrúleg fullyrðing að "engin skýr mörk séu milli kláms, vændis og mansals". Ég trúi ekki að svona orwellskur málflutningur komi frá Stígamótum. Hvernig þjónar það þeirra skjólstæðingum. Megindlegar rannsóknir sýna engin tengsl mill kláms og kynferðisglæpa. (Diamond et al, Kutchinsky).
Það eru gríðarleg vonbrigði að Ingibjörg Sólrún skuli hoppa á þennan vagn. Enn ein vonbrigðin - verð ég því miður að segja. Nú vitum við hvernig hún mun haga sér við stjórnvalinn við næstu "Falun Gong" aðstæður.
Egill M (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.