S.U.L.L. Samtök um launaleynd

eftir Oddnýju Sturludóttur

Klassísk klisja fer gjarnan á flug þegar afnám launaleyndar er rætt. ,,Hún skerðir friðhelgi einkalífs einstaklingsins".

Rétt eins og stefnt sé að því að birta laun Íslendinga á heimasíðum fyrirtækja og á flettiskiltum.

Afnám launaleyndar myndi ávallt vera sértæk aðgerð, unninn innan frá, þar sem örfáum einstaklingum væri veittur aðgangur að upplýsingum um laun fólks - gagngert til að vinna bug á þeirri meinsemd sem kynbundinn launamunur er.

Í haust flutti stjórnarandstaðan á Alþingi sameiginlegt mál um að breyta jafnréttislögum. Þar er kveðið á um að öllum launþegum sé leyfilegt að segja frá laununum sínum, ekki skylt. Launaleyndinni er aflétt á þann hátt að tekið er fyrir þann afleita kúltúr að starfsmenn skrifi undir samning sem meini þeim að skýra frá kjörum sínum.

Leynt og ljóst hafa áhrifamikil samtök, Samtök atvinnulífsins, sem tengd eru órofa böndum við Sjálfstæðisflokkinn, unnið gegn öllum hugmyndum sem varða afnám launaleyndar. Hvort sem um opinbera geirann eða hinn einkarekna er að ræða. Hér eru hollvinir launaleyndarinnar á ferð.

Allt undir borði, feluleikur og leyndó.

Í sameiginlegu frumvarpi stjórnarandstöðunnar eru einnig ákvæði um að gefa Jafnréttisstofu kröftugar heimildir til að fá uplýsingar um launamál fyrirtækja. Jafnréttisstofa myndi fara með slíkt sem trúnaðarmál en grípa til þegar grunur leikur á um launamisrétti.

Samtök atvinnulífsins eru líka á móti slíkum heimildum.

Ríkisvaldið hefur ekki viljað grípa til neinna aðgerða til þess að útrýma kynbundnum launamuni á Íslandi. Afsökun þessa stærsta atvinnuveitenda á Íslandi er sú að laun séu einkamál hvers starfsmanns.

Á nýafstöðnu viðskiptaþingi leit Geir Hilmar Haarde yfir salinn og sagðist þess fullviss að enginn fundargesta myndi vilja að dætur þeirra fengju lægra kaup en synirnir.

En hvað vill Geir?

Hvað vill Sjálfstæðisflokkurinn? Sem í 16 ár hefur látið kynbundna launamuninn óáreittan og spakan? Hann var í kringum 15% fyrir 16 árum og svei mér þá

- hann er líka 15% í dag.

Fögur orð á tyllidögum eru lítils virði þegar vilji til aðgerða er enginn. Það er ekki óyfirstíganlega flókið að eyða því misrétti sem konur á vinnumarkaði eru beittar. Árangur Reykjvíkurborgar, undir stjórn félagshyggjufólks og með borgarstjóra sem vildi, þorði og gat, sýnir að allt er hægt.

Hjá þessum næststærsta vinnuveitenda landsins minnkaði kynbundinn launamunur um helming á 12 árum.

Geri aðrir betur. Geri Geir betur.

Oddný Sturludóttir er borgarfulltrúi og ekki félagi í S.U.L.L.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Þú ert snillingur Oddný Frábær grein.

Ingibjörg Stefánsdóttir, 15.2.2007 kl. 23:41

2 identicon

Tja....óttalegir einfeldningar eruð þið........

Tanngnístir (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 00:44

3 identicon

Tja....óttalegir einfeldningar eruð þið........ef farið yrði að þessum tillögum þá virkilega færi"...Allt undir borði, feluleikur og leyndó..." að "...Jafnréttisstofa myndi fara með slíkt sem trúnaðarmál en grípa til þegar grunur leikur á um launamisrétti....". Hverskonar lögregluríki er verið að leggja til? Hvernig á einhver "stofnun" út í bæ að meta hvernig ég sem vinnuveitandi met mína starfsmenn, og greiði samkvæmt því. Það er óneitanlega þannig í raunveruleikanum, burtséð frá kyni einstaklings, að ómöglegt er að meta einstaklinga eingöngu út frá hlutlægum ástæðum s.s. menntun(ég tek það fram að ég geri engan greinarmund á kynjum í þessari umfjöllun minni) sumir hafa eitthvað sem erfitt er að rökstyðja á pappír fyrir einhverri stofnun. S.s. einhvern sjarma eða eiginleika sem t.d. viðskiptavinum líkar við og gera þennan viðkomandi starfsmann hæfari en þann sem starfar í sambærilegu starfi. Einmitt af þessar ástæðu þá er ég sem vinnuveitandi tilbúin að greiða honum hærri laun til að halda honum því aðrir vinnuveitendur sjá þessa eiginleika líka. Hvaða áhrif haldið þið að það hefði ef ekki væri um launaleynd að ræða. Það yrðu tóm leiðindi, illindi. Og hvernig á ég að rökstyðja fyrir einhverri stofnun ef svo óheppilega vildi til að þessir 2 starfsmenn sem ég ræddi hér að ofan séu af sitthvoru kyninu? Þetta er bara vitleysa sem gengur ekki upp þó svo hugmyndin sé flutt af góðum hug....svo framarlega að við séum ekki að búa til eitthvað "gamaldags kommúnistaríki" þar sem allir hafa jöfn laun óháð hæfileikum eða getu. Þar sem reynt var að afneita þeirri eðlsibundnu hvöt mannsins að fá laun fyrir erfiði sitt. Af hverju á ég aðleggja mig meira fram en sá sem vinnur við hliðina á mér ef ég ber ekki meir úr býtum?  Er það sem við stefnum að? Launaleynd er og verður eðli málsins að vera til staðar, að láta sig dreyma um annað er einfaldlega barnalegt. Málið er að konur verða einfaldlega að berjast fyrir sínu, alla vega vildi ég sem kona ekki þurfa að fá einhverja ölmusuforgjöf.

Það er allskonar launamunur í samfélaginu,kynjabundinn, hæfileikabundinn, menntunarbundin og svo mætti lengi telja. Honum verður ekki útrýmt með stjórnvaldsaðgerðum. það er fólkið sem gerir það með eigin aðgerðum. Annað er bara hreinn og klára gamaldags sovétkommúnismi.

Tanngnístir (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 01:02

4 identicon

Rósa, einmitt það sem ég ætlaði að segja við Tanngnísti.

Karlmenn eru sumir/margir á hærri launum, einungis vegna þess að þeir eru karlmenn. Ekki vegna sérstakra verðleika, heldur vegna þess að yfirmaðurinn er vanur því að karlmenn séu "fyrirvinnur" og þessvegna geti þeir ekki boðið karlmönnunum kvennalaun.

Ég hef séð það gerast að þegar karlmaður var ráðinn í starf sem kona hafði unnið áður, þá tók framkvæmdastjórinn það upp hjá sjálfum sér að bæta við launabónusum, þar sem hann gat ekki fengið af sér að borga manninum svona lág laun. Sömu laun og honum þótti sjálfsagt að borga konunni mánuðinn á undan.

birna (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 09:31

5 identicon

Ágæta Rósa, þetta er ekkert annað en "kynjafasismi" að halda svona fram. Ég get ekki á sama hátt og þú gert að þvi af hvaða kyni ég er fæddur. Á sama hátt og ég get ekki að því gert að ég fæddist á Íslandi en ekki fátækrahverfum Sao Paulo. Þrátt fyrir eindreginn og oft góðan vilja Kommúnisma á sínum tíma. Þá erum við ekki fædd jöfn og verðum aldrei jöfn. Þrátt fyrir "fasískar" stjórnvaldsaðgerðir. Sumir fæðast ríkir, aðrir fátækir, sumir gáfaðir, aðrir heimskir, sumir stórir aðrir smáir og svo mætti lengi telja. Það að ætla sér að reyna að jafna þennan mun með íhlutun stjórnvalda er bara dæmt til að mistakast. Þetta er hlutverk einstaklingsins, yfirvalda er að skapa skynsamlegt umhverfi í kringum það s.s eins og við sjáum með fyrirkomulagi fæðingarorlofs hér á landi. Ég er svo heppinn á eiga dætur, og ég óska þeim þess ekki að fá einhverja sérmeðferð í þjóðfélaginu á grundvelli kyns, þær standa fyri það sem þær eru og þurfa enga "forgjöf" eða ölmusu. Þær eru fullfærar um að berjast fyrir sínu til jafns við aðra einstaklinga. Af hvaða kyni sem er ;o)

Tanngnístir (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 09:36

6 Smámynd: Sara Dögg

Kæri Tanngnístir - að sjálfsögðu getur þú lítið sem ekkert gert að því hvers kyns þú ert og þar sem þú ert drengur en ekki stúlka þá hefur þú betri forgjöf en forgjöfin er bundin í menningunni Og þú getur tekið þátt í því að koma henni fyrir kattarnef :-)

Sara Dögg, 16.2.2007 kl. 09:48

7 identicon

Ágæta Sara, ég geri það. Enda eindreginn jafnréttissinni ;o)

En ég tel ekki son minn hafa meiri forgjöf en dóttur mína. Þetta er undir þeim sjálfum komið, sem einstaklingum. Og hvernig þau vinna úr því. Hversu "aggressíf" eru þau t.d. að sækja sér launahækkun? Eru þau tilbúin að leggja starfið að veði...þ.e. ef launahækkun fæst ekki þá tilbúin að skipta um starf? Það er ljóst að einhverju leiti að í eðli karldýra almennt er meiri áhættusækni, sem orsakast m.a. einhverjum fornum nátturuvalsforsendum sem ég ætla ekki að útskýra frekar að þessu sinni. Á móti kemur að kvendýr almennt hafa aðra eiginleika. Svo er það allt eftir störfum, menntun, uppeldi og öðru. Hvernig spilast úr þessum eiginleikum. Konur eiga að vinna þetta sjálfar, ekki með íhlutun ríkisstofnana. Rækta eðlislæga eiginleika sem karlar hafa kannski í minna mæli. Og ef þarf rækta þá "Karllæga eiginleika" með sér ef það þarf og samfélagið gerir kröfu til þess. Ég hef ábyggilega sem "karldýr" farið á mis við einhverja "kvenlæga" eiginleika sem gætu nýst mér vel í starfi og kannski réttlætt hærri laun til viðbótar það sem ég hef í dag. Ég bara veit það ekki, en mér  dettur ekki í hug að láta "ríkisstofnun" skipta sér af því.

Á sama hátt þá borga ég laun eftir hæfni einstaklings m.v. starf það sem á í hlut. Burtséð frá því hvort "hæfnin" er af "karl" eða "kvenlægum" uppruna, það sem máli skiptir er starfið og hvers það krefst. Svo borga ég til að halda viðkomandi einstaklingi...ef hann er agressífur að sækja sér launahækkanir þá skiptir það auðvitað máli. Af hverju að hækka launin hjá viðkomandi ef hann sækist ekki eftir því? Fyrirtæki eru í rekstri út af "peningum" ekki góðgerðarstarfsemi.

En ég hef trú á einstaklingnum, almenningi. Ekki "ríkiseftirlitsstofnunum"(þó svo við þurfum öflugt fjármála og samkeppniseftirlit sem er annað mál ) . Fall Sovétríkjanna á sínum tíma, er gott dæmi um að "stofnanaalræði" er ekki að virka og mun ekki virka. Ég t.m. geri ekki greinarmun á því hvort ég ræð karl eða konu. Ég vil bara hæfasta eintakið punktur og basta, það má vera "tvíkynja" fjölkynja eða "fákynja" það bara skiptir ekki máli. Ég læt ekki ríkið segja mér til hvernig fólk ég ræð eða hvernig ég borga því, eða hvað veldur að einn fær X og annar Z í laun. Þetta er flókið og snúið þetta blessða launamisrétti en það er líka spurning um framsetningu á því. Í hvaða starfsgreinum eru konur? Sækjast "kyn" eftir störfum á mismunandi forsendum? Þar sem laun eru ekki í sömu forgangsröð eftir því hvers kyns á í hlut? En sömu laun fyrir sama starf er göfug hugsjón, og jú ég er á vissan hátt hlynntur. En hvað með sama kyn sama starf og sitthvor launin? Ég bara spyr. og vísa í rökstuðning í fyrsta pistli mínum hér að ofan.

Góða helgi þið annars ágætu konur, en málið er einstaklingurinn ekki ríkisforsjá.

:oÞ

Tanngnístir (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 11:05

8 Smámynd: Grímur Kjartansson

Í stað þess að fá heimsenda launaseðla þá sendir Fjársýsla ríkisins þá til bankanna sem birta þá í netbankanum viðkomandi.
Í pistli frá Gísla Kristjánssyni í útvarpinu í gær þá kom fram að  „slúðurblöð“  hafa stundað það um árabil í Noregi að kaupa upplýsingar um kreditkortafærslur „frægra“ norðmanna af einhverjum hinna 7000 bankastarfsmanna  sem hafa aðgang að þeim upplýsingum .

Þannig að prófaðu að athuga hvort einhver bankamaður geti ekki útvegað þér afrit af launseðlunum.

Grímur Kjartansson, 16.2.2007 kl. 13:28

9 Smámynd: Hrannar Björn Arnarsson

Fyrir þá sem tengja afnám launaleyndar við "lögregluríki" og aðrar dómsdagsspár gæti verið upplýsandi að kynna sér fordæmi eins af framsæknustu smásölukeðjum Bandaríkjanna, Whole Food Markets, fyrirtækis sem hefur innan sinna vébanda 44000 starfsmenn um öll Bandaríkin og Kanada og er skráð á Nadaq, undir þeim stífu upplýsingalögum sem þar gilda. Þeir opna launabókhaldið fyrir allt sitt starfsfólk einu sinni á ári og líta á það sem eitt af sínu mikilvægata samkeppnisforskoti !

Afnám launaleyndar á Íslandi gæti þannig orðið eitt af skæðustu vopnum íslensks efnahagslífs, ef slík lög yrðu samþykkt. Samkeppnisforskot sem ekkert land gæti jafnað enn sem komið er.

Sjá nánar verkefni MBA nema um afnám launaleyndar á hrannar.is

Hrannar Björn Arnarsson, 16.2.2007 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundar

Trúnó
Trúnó
Trúnó er vettvangur kvenna sem aðhyllast femíníska jafnaðarstefnu

Tónlistarspilari

Brigitte Bardot - Ca pourrait changer

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband