15.2.2007 | 16:07
Æi - ég hef ekkert vit á þessu...
eftir Ingileif Ástvaldsdóttur
Í morgun barst inn á heimilið tilkynning frá Rannsóknasetri í barna- og fjölskylduvernd og Félagsráðgjafaskor um málstofur sem haldnar verða á þeirra vegum næstu þrjá mánuði. Umfjöllunarefni þeirra eru fjölskyldustefnur sveitarfélaga. Við lestur tilkynningarinnar vakti athygli mína, gleði og stolt að bæjarstjórarnir sem kynna stefnur sveitarfélaga sinna eru þrjár konur: Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjarstjóri Árborgar ríður á vaðið í febrúar, í mars kemur Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri Akureyrarbæjar og í apríl er röðin komin að Helgu Jónsdóttur bæjarstjóra Fjarðarbyggðar.
Fyrirsögnin hér að ofan kom einnig fram í hugann á meðan ég gladdist yfir þessum málstofum. Þessi orð heyrast gjarnan þegar farið er þess á leit við konur að þær taki sæti á framboðslistum eða í nefndum og ráðum á vegum stjórnmálaflokka eða hreyfinga.
Ég hef þá reynslu að konur þurfi að hvetja meira en karla til að taka að sér þessi störf. En það er ekki bara reynslan sem þetta sýnir. Ef litið er á niðurstöður rannsóknar stjórnmálafræðinganna Svans Kristjánssonar og Auðar Styrkársdóttur frá árinu 2001 Konur, flokkar og framboð þá kemur það sama m.a. fram; konur þurfa meiri hvatningu en karlar.
Og til viðbótar voru flestir aðspurðra sammála um að betur gangi að fá konur til starfa í stjórnmálum ef konur eru fengnar til þess að tala við konur.
Fyrirmyndir eru líka hvatning. Og fyrirmyndirnar hafa nú fram til þessa einfaldlega ekki verið nógu margar. Því ætti markmið okkar allra að vera að fyrirmyndunum fjölgi hraðar nú en nokkru sinni áður. Með því að halda á lofti, styðja og hvetja þær sem þegar hafa tekið að sér þessi störf getum við lagt okkar á vogarskálarnar í baráttunni fyrir auknum hlut kvenna í stjórnmálum.
Fyrirmyndunum verður að fjölga.
Ingileif Ástvaldsdóttir býr á Dalvík, er meistarnemi við KHÍ og er góð fyrirmynd.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ingileif, gaman að sjá skrifin þín, á eftir að skoða það betur. Allt of langt síðan við höfum sést!
kv. Edda
Edda Agnarsdóttir, 16.2.2007 kl. 11:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.