Frekja að ætla í forsætið?

eftir Örnu  Einarsdóttur

Ég kom heim að morgni 7. febrúar eftir kvöld- og næturvakt og ákvað að lesa blöðin fyrir ,,bjútíslípinn”. Þá rakst ég á óvenjulega grein í ólíklegasta blaðinu, Morgublaðinu. Greinin bar heitið ,,Þolum við að kona sé formaður stjórnmálaflokks?” Umræða sem mér finnst bæði brýn og þörf.

Greinin fjallaði um sterka konu í íslenskri pólitík sem eins og við vitum hóf feril sinn á því að berjast við gömlu karlana með gildi kvenfrelsis og kvenréttinda á lofti. Þeir hljóta að hafa hlegið óspart að þessari vitleysu, að til dæmis leikskólar væru sjálfsögð þjónusta! Ég tek ofan fyrir þessum sterku konum sem létu ekki bugast í baráttunni þegar mest á móti blés.

Konur á öllum aldri njóta góðs af þeim mikla árangri sem frumherjarnir náðu.

Körlunum, sem vitanlega ólust upp í karlaheimi, hlýtur að hafa liðið eins og þeir væru að vakna upp við vondan draum þegar þeir gerðu sér grein fyrir því að karlaheimurinn tilheyrði fortíðinni. En nú finnst mér eins og það sé búið að vekja taugaveiklaðan hláturinn aftur upp frá dauðum. Nú gerir kona (les: frekja) tilkall til þess að verða forsætisráðherra.

Í innsendum greinum og pungum dagblaða, í Staksteinum, Klippt og skorið og ekki síst á blogginu hafa menn skiptst á að leggja konuna í einelti. Mannskepnan er jú einföld, þegar ógn er fyrir hendi er árás einfaldasta leiðin - og líklegust til að skila árangri. Og menn tala um allt annað en það sem hún stendur fyrir og það sem hún segir. Það er hvernig, hvers vegna og í hverju hún segir það.

Meira að segja á okkar ágæta trúnó er þegar komin ábending frá konu um að Ingibjörg Sólrún eigi alls ekki að vera í pels.

En gott og vel. Það að andstæðingar skulu leggja Ingibjörgu Sólrúnu í einelti ætti kannski ekki að koma á óvart. Miðaldra karlar mega mín vegna fetta fingur út í allt stórt og smátt sem viðkemur Ingibjörgu Sólrúnu. En öllu alvarlegra er að við konur, stuðningsmenn og almenningur skuli falla í þá gryfju að láta koma okkur úr jafnvægi - trúa eineltinu.

Einföld og barnaleg áform smíðuð í umræddum reykmettuðum bakherbergjum eru fullkomlega að ganga upp!

Þess vegna var yndislegt að lesa þessa grein frá stuðningsmanni Ingibjargar Sólrúnar og Samfylkingarinnar sem talaði af mikilli skynsemi.

Greinin gladdi mig svo að ég ákvað að hella upp á espresso og skrifa fyrsta blogg ævi minnar, enda gott tilefni þegar kominn er frábær vettvangur, trúnó kvenna.

Ég vona að þessi skynsömu orð Gísla Gunnarssonar, sagnfræðiprófessors, geti verið upphafið að tímabærri, heilbrigðri og skemmtilegri umræðu um Samfylkinguna. Ég tel að vandamál Ingibjargar Sólrúnar, ef vandamál skyldi kalla, sé að hún er ekki bara sterkur málsvari kvenfrelsis og jafnréttis, því ef svo væri gætu mestu karlremburnar auðveldlega afskrifað hana og afneitað henni.

Það sem kallar á sterk viðbrögð víða er að hún er fantasterkur og heilsteyptur stjórnmálamaður, jafnvíg á alla hluti.

Forneskjan sér í Ingibjörgu Sólrúnu andstæðing sem ber að óttast. Óttinn leiðir af sér einelti.

Snúum umræðunni við og berum höfuðið hátt!

Arna Einarsdóttir er læknir og tveggja barna móðir í Reykjavík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl V. Matthíasson

Ég vil taka undir þessi skrif og er sammála þeim þó miðaldra karl sé sem meira að segja heitir Karl.

Góður leiðtogi hefur víða sýn á samfélagið og þannig er Ingibjörg. Ég er líka viss um að áhersla hennar á samræðustjórnmálin mun eiga eftir að hafa góð áhrif á lýðræðis og jafnréttisumræðuna.  Í þágu  kvenna og allra annarra sem þurfa nú að leita réttar síns á einhverju sviði. 

Læt hér fylgja til gamans úr grein sem ég skrifaði um áramótin í Skutul blað Samfylkingarinnar á Ísafirði en þar vakti ég máls á þessu einelti sem ég leyfi mér að kalla atgerviseinelti (veit ekki hver á þetta orð en það er flott) en hér kemur tilvitnunin:

"...............Við sem höfum búið í Norðvesturkjördæmi síðustu áratugi höfum orðið þess áþreifanlega vör að ójöfnuður og aðstöðumunur hvers konar hefur stóraukist í tíð núverandi ríkisstjónar. Þetta á við um réttinn til fiskveiða, samgöngur, fjarskipti, raforkuverð og fleira og fleira.  Þessu vill Samfylkingin breyta og þessu getur Samfylkingin breytt.

Við sem bjóðum okkur fram til þessara verka treystum Ingibjörgu Sólrúnu til þess að leiða þetta starf hún hefur sýnt og sannað að hún kann að taka til hendinni. Pólitískir andstæðingar Samfylkingarinnar gera sér grein fyrri þessu enda hefur hún nánast af þeirra hálfu orði fyrir því sem sumir kalla atgerviseinelti. Allt hafa þeir gert til þess að snúa út úr orðum hennar og jafnvel fært góða hugsun hennar og meiningar til verri vegar. Ég hvet alla til að hugsa um þetta og átta sig á því, að ef Ingibjörg hefði ekki  komið fram á hinn pólitíska vettavang er síður en svo víst að félagshyggjuöflin í Reykjvaík hefðu sigrað svo glæsilega. Verkin tala og  nú skulum við láta þau tala í vor og það á landsvísu...."

Takk fyrir góða nótt

Stöndum saman

X - S (Success)

Kalli Matt

Karl V. Matthíasson, 14.2.2007 kl. 00:39

2 Smámynd: halkatla

ég er mjög hrifin af þessari síðu, en ástæðan fyrir því að ég kommenta er að mig langar til að vita hvort það var nokkuð ég sem skyldi eftir þetta komment um að Ingibjörg Sólrún ætti aldrei að klæðast pels? ég get ómögulega munað hvort ég hef kommentað hérna áður og sé að þið eruð búnar að skrifa MJÖG mikið síðan ég kom seinast. Ég held sko að ég hafi pælt í að kommenta en ekki gert það... Þetta með pelsinn er sko dáldið stórmál hjá mér og ég var að hugsa að ef við erum orðnar tvær sem viljum ekki sjá fólk í pelsum þá gætum við kannski sameinast og stofnað lobbyista hóp til þess að bæta klæðnað og athæfi alþingismanna? Málið er sko að pels tengist ekkert tísku eða útliti, það er sama sagan og þegar karlkyns þingmaður myrðir hreindýr eða drepur fugla, ég fyllist samskonar viðbjóði á fólki sem klæðist pels - en ég er tilbúin að gefa Ingibjörgu Sólrúni séns ef hún hættir að ganga í sínum. Jæja, alltílagi þá, takk fyrir áhugaverð skrif  

halkatla, 14.2.2007 kl. 10:40

3 identicon

Mér finnst nú alger óþarfi að vera að banna ISG að ganga í pels...  Enda þekkjum við ágætt dæmi um forsætisráðherra einn fyrverandi sem nú gegnir "mikilvægu" embætti á norðurlöndum sem var einmitt þekktur fyrir að ganga mikið í pels.  Svona nánast. Þá hefur einn frá Vestmanaeyjum sem nú sækist "óvænt" eftir þingmennsku oftar en ekki klæðst einhverju skinni sem hugsanlega mætti líkja við pels.  Og á hann trúa nú flestir þarna syðra.  Nema kannski henni finnist samlíkingin ekki sérstaklega flott?  Þá ber að geta þess að við þessir heppnu sem ólust upp við jafnríki (ekki ofríki) mæðra okkar á tímum Kvenalistans setjum nú flestir ekki kynferði fyrir okkur þegar valið kemur að leiðtoga þjóðarinnar, nú eða flokksins.  Þar snýst þetta víst um hæfni leiðtogans.En af hverju, þegar við þekkjum "fjölmörg" dæmi erlendis frá um alveg ágætis leiðtoga af kvenkyninu erum við svona föst í því hvort ISG er kona eða ekki?  Er það ekki svoldið svona "næntís" að vera enn fastur í þessu?  Hún hefur staðið sig í stjórnmálum hingað til, af hverju þarf það að vera atriði í hvorn klefann hún fer í sundlauginni?  Annars óska ég ykkur til hamingju með sérlega skemmtilegt blogg sem ég kem að sjálfsögðu til meða lesa eins og önnur góð...

Höski (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 15:43

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Skiptir máli hvort ábendingin hafi komið frá konu eða karli?

Og þykir það tiltökumál hér á trúnó að kona segi skoðun sín um pels Ingibjargar? Ef það hefur farið framhjá einherjum er mikil andstaða hjá mörgum víða um allan heim gegn því að fólk klæðist skinnum af dýrum vegna þess hversu illa er farið með þesssi málleysisgrey þegar þeim er slátrað svo skinnin megi vera sem fallegust. Og þess vegna getur það alveg verið issjú að stjórnmálaleiðtogi klæðist slíku. Og svo finnst mér það mótssögn að telja það ok og benda um leið til karla sem hafi jú gert slíkt? Bíddu..erum við ekki einmitt að velja öðruvísi leiðir og sjónarhorn til að ná jafnrétti fyrir alla. Er ekki hálfhallærislegt að snúa sér í  heilan hring og benda á menn sem eru ekkert endilega þekktir fyrir mikil heilabrot til að verja smá gagnrýni á Ingibjörgu fyrir að ganga í pelsinum? Ég er mjög jafnréttissinnuð..en vil ekki fara í neinn flokk eða gerast grúppía þar sem akkúrat þetta gerist. Það er meinhollt að skoða hvernig hlutirnir snúa að okkur sjálfum reglulega til að missa ekki sjónar á því að þar geti verið brestir sem má benda á. Og það er ekki fyrr en maður sér að maður getur lagað eða bætt.

Ég er ekki og hef ekki kallað sjálfa mig feminista en styð jafnretti og mannrettindi allra heilshugar. Er bara ekkki vissum með þetta að skipta upp í hópa eða aðgreina milli kynja. Og gott að sjá þig hérna Karl. Þetta er auðvitað okkar allra hagur að standa jafnt að vígi.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.2.2007 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundar

Trúnó
Trúnó
Trúnó er vettvangur kvenna sem aðhyllast femíníska jafnaðarstefnu

Tónlistarspilari

Brigitte Bardot - Ca pourrait changer

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband