13.2.2007 | 15:40
Ráð við karlrembu
Við mæðgurnar gáfum okkur í jólagjöf litla bók sem heitir ,,Það er sérstakur staður í helvíti fyrir konur sem styðja ekki hver aðra" eftir Lizu Marklund og Lottu Snickare. Ég hvet alla jafnréttissinna til að lesa þessa bók.
Með titlinum er vísað til orða sem Madeleine Albright, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, viðhafði á alþjóðlegri ráðstefnu;
,,There´s a special place in hell for women that don´t support other women".
Ég las hana á undan endurminningum Margrétar Frímannsdóttur, Stelpan frá Stokkseyri, og í þeirri reynslusögu bættust við sannanir og dæmi um það sem sænsku stöllurnar draga vel saman í sinni bók.
Þessar bækur skýra margt af því sem fyrir augu og eyru ber í pólitíkinni þessa dagana. Hún getur meðal annars hjálpað okkur að skilja orsakir árása Vg á Samfylkingarkonur, þar er um að ræða grímulausa karlrembu hvort sem konur eða karlar í þeim flokki tala.
Karlremburnar hika ekki við að hæðast að konum sem hafa náð frábærum árangri á opinberum vettvangi samanber þessi ummæli í áramótapistli á Múrnum, sem varaformaður Vg, Katrín Jakobsdóttir skrifar undir ásamt öðrum: ,,Bók ársins: Minnislausa stelpan frá Stokkseyri. Margrét Frímannsdóttir heimfærir endurminningar Thelmu Ásdísardóttur upp á sjálfa sig."
Það er einmitt ein af þeim aðferðum karlaveldisins sem lýst er í bókunum að ofan; að gera lítið úr og hæðast að konum.
Það er skiljanlegt að Vg séu viðkvæm fyrir því hvernig Margrét lýsir karlrembunni í Alþýðubandalaginu, meðal annars viðskiptum sínum við núverandi liðsmenn Vg, en hvað á það að þýða að draga Thelmu Ásdísardóttur inni í myndina og misnota þannig nafn konu sem hefur sýnt kjark til að tala opinberlega um reynslu sína af misnotkun í æsku? Hver er tilgangurinn?
Ómerkilegt flokkspólitískt pot til þess að koma enn einum karlinum betur fyrir í valdastöðum þjóðfélagsins. Svo beit varaformaður Vg, hausinn af skömminni í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 þar sem hún var ekki manneskja til að biðjast afsökunar á ummælunum heldur reyndi að útskýra brandarann.
Hluti af hinni langsóttu skýringu hjá Katrínu er að þetta snúist ekki um Margréti og Thelmu heldur um einhver ummæli sem Jón Baldvin Hannibalsson hafi látið hafa eftir sér!
Það sem er þó alvarlegast í þessari ,,skýringu" er sú kenning að með því að líkja kvennakúgun í stjórnmálum við heimilisofbeldi væri Jón Baldvin að gera lítið úr heimilisofbeldi. Er kúgun kvenna í stjórnmálum þá svona lítið mál?
Jafnréttissinnar eiga að styðja konur í stjórnmálum með sanngjarnri og málefnalegri umræðu um störf þeirra og stefnu. Það að nota valdatök karlrembunnar, stjórnmál ofbeldis og eineltis gegn þeim, þjónar eingöngu þeim tilgangi að viðhalda misrétti kynjanna. Konur í stjórnmálum þurfa að berjast á fleiri vígstöðvum en karlar, ekki bara fyrir stefnu síns flokks heldur líka gegn rótgróinni kvenfyrirlitningu.
Hvaða stjórnmálaleiðtogi hefur sýnt að hún getur þetta? Hvaða flokkur býður kjósendum konu sem forsætisráðherra?
Svarið er Samfylkingin, ráð við karlrembu.
Guðrún Helgadóttir býr á Hólum í Hjaltadal. Hún er í leikfélaginu á Hofsósi, Kvenfélagi Hólahrepps og Samfylkingunni. Hún á einn mann, tvö börn, nokkur hross og eitt tré.Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:32 | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þakka þér fyrir pistilinn. Ekki síst fyrir að benda á bókina "Það er sérstakur staður í helvíti fyrir konur sem styðja ekki hver aðra". Það er fagnaðarefni að þessi bók er komin út á Íslandi - verst hve fáir þekkja til hennar.
Baráttukveðjur,
Erla Sigurðardóttir
Erla Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 16:01
Hmm. Ertu ekki dottin í gagnrýnisgryfjuna sjálf með þessum pistli? Byrjar á að gagnrýna konur sem styðja ekki konur, ýjar jafnvel að því að þær eigi sér pláss í neðra og gagnrýnir síðan Katrínu Jakobs. Hvora ykkar myndi frú Albright senda til helvítis?
Trausti Salvar (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 16:49
Tek þetta til mín.
Þessa bók þarf ég að lesa. Heyrði fyrst af henni fyrir nokkrum vikum.
Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 13.2.2007 kl. 17:23
Takk fyrir greinina. Við þurfum að stinga á kvenfyrirlitningunni hvar sem hún skýtur upp kollinum. Hún er oft á tíðum ósýnileg, því þjóðfélagið er gegnsósa af staðal-hugmyndum um vald.
birna (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 17:41
Takk fyrir þennan pistil. Hressilegur og rífandi. Ég hef ekki lesið þessa bók Lisu og Lottu en geri það eftir þennan pistil.
Ég hef hins vegar lesið bók Margrétar Frímannsdóttur og er hún að mínu mati góð og pústandi lesning og jafnvel góð áminning um það hvað það eru margar konur sem hafa farið af stað út í pólitík fullar sjálfstrausts og mikillar orku sem hafa látið í minni pokann fyrir karlveldinu, þótt Margrét hafi staðið það af sér.
Þetta minnir mig svo aftur á bókina "Í gegn um glerþakið" sem Kvenréttindafélagið gaf út fyrir nokkrum árum og er líka góð lesning eða gott kíkk til að minna okkur á og þjappa konum saman,
Fram til sigurs!
Edda Agnarsdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 18:10
Ég verð að taka undir þessi orð Trausta, að greinarhöfundur virðist fallinn í þá gryfju sem hann sjálfur gagnrýnir. Höfundar áramótaannáls Múrsins voru fjórir, þrír karlmenn og ein kona. Þó er einungis kosið að nafngreina konuna. Hið minnsta einn þeirra, ef ekki fleiri, hafa varið skrifin á opinberum vettvangi og því jafn hægt um vik að nefna þá til sögunnar í þessu sambandi.
En ég hef fulla trú á bók Marklund og Snickare, enda gaf ég hana í jólagjöf, einmitt í þeim tilgangi að geta sjálf fengið hana lánaða síðar og lesið. Líklega þarf ég að fara að bera mig eftir björginni.
erlahlyns.blogspot.com, 15.2.2007 kl. 00:14
Ef einhver kann ráð til að leiðrétta birt álit hér eru þau vel þegin.
Annars tek ég fram að í stað Hið minnsta einn þeirra ætti að standa Hið minnsta einn þessara þriggja karlmanna.
erlahlyns.blogspot.com, 15.2.2007 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.