Geir, komdu niður af stallinum!

eftir Helgu Völu Helgadóttur


“... auðvitað er ekkert hægt að fullyrða að stúlkurnar hefðu ekki orðið barnshafandi hvort eð er...”

Þessi orð koma úr munni Geirs Hilmars Haarde, forsætisráðherra. Hann sat í Silfri Egils í gær og tjáði sig um konurnar tíu sem ljóst er að hafa orðið barnshafandi sökum misneytingar í Byrginu.

Það er auðvitað ljóst að þegar manneskja verður fyrir ofbeldi hvers konar, þá hefði það getað gerst á öðrum stað á öðrum tíma.

En það gerir ofbeldisverkið ekki léttvægara.

Það að Geir taki svona til orða er ótrúlega niðurlægjandi fyrir þessar stúlkur. Hvað átti hann við? Að þær hefðu hvort sem er verið að sofa hjá annars staðar og því getað orðið barnshafandi? Að þetta gerist á hverjum degi og þess vegna sé þetta í lagi?

Þessar stúlkur voru í Byrginu vegna þess að þær áttu í meiriháttar erfiðleikum í sínu lífi. Þær leita þangað, á ríkisstyrkt meðferðarheimili sem starfar í skjóli hins opinbera, í von um betra líf. Þar mæta þær greinilega einhverju misjöfnu. Upp á yfirborðið hafa komið sögur um alls kyns kynlífssvall milli starfsmanna og skjólstæðinga og á fagmáli kallast það einfaldlega misneyting. Þegar verið er að notfæra sér bága stöðu einstaklinga með þessum hætti.

Það að Geir sé að reyna að moka yfir eigin slóðaskap með því að skíta út þessar stúlkur er hneyksli og kallar vonandi fram hörð viðbrögð í samfélaginu. Hann er forsætisráðherra. Þær eru í vanda og þurfa síður en svo á því að halda að forsætisráðherra kasti rýrð á þeirra trúverðugleika. Að forsætisráðherra setji sig á háan hest og tali niður til sín.

Ég óska eftir því að Geir Hilmar biðji þessar stúlkur afsökunar á ummælum sínum. Þær eiga það svo sannarlega skilið frá honum.


Helga Vala er búsett í Bolungarvík og umhugað um að komið sé fram við fólk af virðingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, hvað verður nú um Jackie og börnin? Helga Vala er alltaf svo fallega bjartsýn, enda sólin komin upp fyrir vestan.

Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 13:15

2 identicon

Hilmar Haarde mun ALDREI biðjast afsökunar.  Það er ekki í eðli valdsins að biðjast afsökunar á einhverju.  Það er eins og stjórmálafólk haldi að það sé þeim til minnkunar að hafa rangt fyrir sér....

 Við þurfum einmitt stjórmálafólk sem getur beðið afsökunar.  Hitt hefur reynst illa.

 Mér blöskrar enþá þegar ég hugsa um orð þáverandi forsætisráðherra Davíðs Oddsonar þegar hann útskýrði biðraðir fyrir utan mæðrastyrksnefnd fyrir ein jólin að 

"fólk fer í biðröð alltaf þar sem eitthvað er ókeypis"...   Þetta er  eitthvað það  ljótasta sem ég hef heyrt. 

-Heggur sá er hlífa skyldi...

teitur (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 16:04

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Stúlkunum hefur greinilega verið mútað með dópi til að kæra þennan engil í mannsmynd.

Hann mátti þola mikið ofbeldi af einni stúlknanna eins og sjá má af myndbandi frá þessum voðaatburði og ekki nóg með það heldur þurfti stúlkan að dreifa ósómanum á netinu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.2.2007 kl. 00:14

4 identicon

Þú ert vonandi að grínast Heimir L. Fjeldsted. Ég er með flensu og því ekki alveg skýr í kollinum, en jú jú þú ert að grínast það getur bara ekki annað verið ég sé það núna.
Frábær pistill Helga Vala, þetta er nákvæmlega það sama og ég tók eftir í svörum Geirs Hilmars.

Kolbrún Þorkelsdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundar

Trúnó
Trúnó
Trúnó er vettvangur kvenna sem aðhyllast femíníska jafnaðarstefnu

Tónlistarspilari

Brigitte Bardot - Ca pourrait changer

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband