11.2.2007 | 23:21
Hugleiðing um kynbundinn launamun
Eftir Arndísi Steinþórsdóttir
Kenningar um launamun kynjana eru margar og ólíkar.
Hér er sú fyrsta:
Konur fara fram á lægri laun en karlar. Þetta á sérstaklega við á ,,frjálsa vinnumarkaðnum konur virðast eiga erfiðara með að sækja sér kauphækkun en karlar. Þessu hefur VR reynt að vinna á móti t.d. með auglýsingaherferðum en árangurinn hefur látið á sér standa. Æ fleiri taka undir þá skoðun að hér sé launaleyndin á almenna markaðnum stærsta hindrunin.
Hér er önnur:
Karlar vinna lengri vinnudag en konur og fá því hærra heildarkaup. Þetta er sannarlega rétt og ekki óeðlilegt að karlar fái vel greitt fyrir langan vinnundag. Margir benda samt á að á meðan karlarnir eru að vinna fram að kvöldmat eru konurnar iðulega að sækja börn, kaupa í matinn, laga til, sinna heimanámi og búa til matinn. Semsagt að vinna ólaunuðu störfin.
Þetta leiðir okkur að þriðju ástæðunni:
Hefðbundin kvennastörf eru talin minna virði en karlastörfin. Það er staðreynd að umönnunar og fræðslustörf eru á botninum í launapottinum, ekki síst þegar tekið er tillit til menntunar því flest þessi störf krefjast langskólanáms. Þetta er störfin sem konur sinntu að miklu leyti inni á heimilum áður, einkum umönnunarstörfin. Sú skoðun á fyllilega rétt á sér að það sé einmitt þess vegna sem stjórnvöld hafa ekki talið þessi störf fullra launa virði þetta eru gömul ,,ókeypis kvennastörf.
Í þessari síðustu útskýringu gæti stór hluti óútskýrða launamunarins verið fólginn. Að störf kvennastétta eru minna metin. ,,Ef ungar konur vita hvað launin í þessum greinum eru lág, af hverju læra þær þá ekki eitthvað annað? er stundum spurt. Það er góð spurning sem ekki er til einhlítt svar við. Skýringin gæti verið í menningunni, meiri kröfur eru gerðar til ungra karla en ungra kvenna að standa sig sem ,,skaffari fjölskyldunnar á meðan kröfurnar eru meiri á ungar konur að standa sig sem verndari heimilisins.
Kannski er eina rétta svarið bara að spyrja á móti: ,,Af hverju ættu þær að þurfa að velja eitthvað annað en hugur þeirra stendur til? Er ekki bara hægt að borga karlmannskaup fyrir hjúkrun og kennslu?
Arndís Steinþórsdóttir er kennari og meistaranemi sem vill jafna launamun kynjanna
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.2.2007 kl. 18:34 | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og hvað ætlið þið svo að gera við alla þessa peninga, stelpur?! Ég hef verið með kennurum, hjúkkum og læknastelpum og þær svoleiðis óðu í seðlum að ma ma ma maður vissi bara ekki hvaðan á sig stóð veðrið! Þið mynduð bara eyða þessari kauphækkun í tóma vitleysu, varalit, jeppa og utanlandsferðir!
Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 11:02
Er nokkuð út í hött hjá mér að álykta það að mörg þessara láglaunastarfa séu svona lágt launuð því að í eðli sínu eru þetta störf sem laðar til sín fólk, ekki bara konur, sem setja það ekki í forgang að geta keypt sér varalit, jeppa og utanlandsferðir. Ef launin skiptu það fólk sem sinnir þessum störfum meginmáli þá væru markaðslögmál búin að verða þess valdandi að laun þessa fólks væru mun hærri en þau eru í dag. Það hefði þá snúið sér að öðru sem væri betur borgað frekar en að velja sér þessar starfsgreinar og þar af leiðandi hefði þurft að hækka launin til að halda fólki í þessum starfsgreinum. Þetta er frekar nýleg pæling hjá mér þannig að ég er ekki búin að ígrunda hana mikið en mér verður t.d. hugsað til módelstarfa þar sem konur eru oft mjög hátt launaðar og get ég vel ímyndað mér að þær sem sækja í þau störf hafi aðrar áherslur í lífinu heldur en kona sem velur umönnunar- eða fræðslustörf.
Mér finnst það hins vegar mjög gott mál ef fólkið sjálft sem er í þessum störfum er farið að krefjast hærri launa því það á það svo sannarlega skilið, en fáir vinnuveitendur borga almennt hærri laun en þeir þurfa að borga bara af því að starfsmaðurinn á það skilið.
Kristín Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 17:15
Ég er nokkuð viss um að láglaunastéttir eins og kennarar, hjúkrunarfræðingar og fleiri eru líklegast ástæðan fyrir þessum launamun.
Eitt dæmi um það viðhorf sem gengur á milli grunnskólakennara og leikskólakennara. Grunnskólakennarar í dag vilja meina að leikstjórakennarar hafi hærri laun fyrir minni vinnu eða óverðmætari vinnu. Grunnskólakennarinn er s.s. að gangrýna laun leikskólakennarans í því skyni að hann eigi það ekki skilið vegna eðli starfsins.
Í stað þess að nota launamunin til þess að réttlæta þess að laga skuli laun grunnskólakennarans hið fyrst til þess að jafna út launaóréttið.
Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.