9.2.2007 | 19:27
Amma! Ertu að blogga?
eftir Ragnhildi Sigríði Eggertsdóttur.
Jæja, þá er bara að hella sér út í óvissuna! Fyrsta bloggið mitt birtist hér og nú - (konan er komin hátt á sjötugsaldur!) Tillfinningin er svolítið skrítin og kitlið í maganum magnast. Og hvers vegna er ég eiginlega að þessari vitleysu? Jú, af óteljandi ástæðum svo það er eins gott að byrja.
Fyrst af öllu. Þar sem kosningar til Alþingis eru í nánd og við í Samfylkingunni erum svo lánsöm að tefla fram hinum frábæra formanni Ingibjörgu Sólrúnu, þá verða næstu mánuðir afar spennandi. Ég verð að skjóta því að að mér finnst ég alltaf vera einhvers konar fórnarlamb kúgunar þegar ég neyðist til að nota karlkynsorð til að lýsa konu; en ,,forkonan Ingibjörg Sólrún hljómar afar óspennandi. Ef til vill lúrir einhver á ylhýru hljómfögru kvenkynsorði yfir formann?
Ingibjörg Sólrún er hæfasti stjórnmálamaðurinn (karlkynsorð aftur) sem við eigum í dag. Hún er bæði skarpgreind og býr yfir mikilli kímnigáfu ásamt þeim ómetanlega en því miður sjaldgæfa hæfileika að hlusta á aðra og vega og meta orð þeirra af heiðarleika og rökfestu. Og nú vantar aðeins uppá hjá mér að hrópa ,,hallelúja.
Þetta er hinsvegar mín reynsla af Sollu sem ég kynntist fyrst árið 1984 þegar ég tók sæti í ritnefnd tímaritsins Veru fyrir hönd Reykjanesanga Kvennalistans.
Og góðir hálsar, nú er tækifæri til að sýna viljann í verki. Gerum nú allt sem í okkar valdi stendur til að fyrsta konan í forsætisráðherrastóli Íslands komi úr röðum Samfylkingarinnar!
Það voru stór orð sem einn af okkar fyrrverandi ráðherrum viðhafði um Samfylkinguna í Silfri Egils nú á dögunum - látum þau ekki reynast sönn. Við skulum líka vera á varðbergi gagnvart fordómum hvort heldur þeir snúast gegn konum, eldra fólki, öryrkjum eða innflytjendum, veruleikinn er einfaldlega sá að samfélagið samanstendur af þessum hópum - ásamt hinum ,,útvöldu.
Ég var í símanum nú rétt áðan að tala við elsta barnabarnið mitt og hún spurði hvað ég væri að gera. Eftir að ég hafði svarað kom smá þögn en svo hljómaði hátt og snjallt:
,,AMMA! ERTU AÐ BLOGGA?!
Ragnhildur Sigríður Eggertsdóttir er margföld amma, ritstýrði Veru, og flutti jómfrúrræðu sína sem þingkona kvennalista árið 1992 um götubörnin í Ríó.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:31 | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Velkomin í bloggið friðaramma, gaman að sjá þig hérna í bloggheimum.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.2.2007 kl. 20:49
Um mögulega stækkun á álverinu í Straumsvík:
"þetta er þeirra bær og þetta er þeirra ákvörðun og það er ekki hæfi að ég hafi, taki afstöðu til þess hvað Hafnfirðingar eigi að gera í því sambandi" ISG 27 jan 2007.
http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4337986/5
"Samfylkingin vill fresta stóriðjufamkvæmdum í Straumsvík og Helguvík. Þetta kom fram í ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í umræðu sem fram fór á Alþingi í dag vegna frumvarps um rammaáætlun um náttúruvernd." ISG 6. feb 2007
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1252011
Halelúja
Ha? (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 20:51
Auðvitað eiga ömmur að blogga. Þær hafa vit á málunum!
alla (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 21:05
Já, fengitíminn hans Steingríms er greinilega byrjaður. Verst að sumar eru komnar úr barneign.
Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 21:52
Til hamingju með þitt fyrsta blogg, Ragnhildur friðaramma - það er frábært að þú skulir taka þátt í umræðunni á þessum vettvangi líka, megi rödd þín heyrast sem oftast.
Kolgrima, 10.2.2007 kl. 02:45
Og Eiríkur Kjögx, ég ætla að gera orð Bjarna Aðalbjarnarsonar að mínum: Það væri stórra þakka vert, ef sumt hefði aldrei verið prentað, svo að menn eyddu ekki tíma til þess að lesa það.
Kolgrima, 10.2.2007 kl. 02:47
Takk fyrir síðast, fröken Kolgríma. Ég hef bara áhyggjur af því hversu margir jafnaðarmenn eru andvana fæddir þessa dagana og eins og allir vita þarf tvo til.
Eiríkur Kjögx, elskar pönnukökur meö rjóma (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.