9.2.2007 | 12:15
Slúðrandi strákar
eftir Guðrúnu Ögmundsdóttur
Það er margt sem kætir hjartað þessa dagana. Trúnó er eitt af því. Loksins náum við stelpurnar að festa okkur í sessi í bloggheimum. En margt er bloggið og skrifin á síðum blaðanna um menn og málefni. Ekki síst um konur og þá sérstaklega konur sem ,,vilja upp á dekk". Hvað skildu þær vilja þangað? Þar eru strákar á fleti fyrir og finnst þeim greinilega ógnað. Allt er tínt til, svei mér þá. Þeir segja að baklandið í Samfylkingunni sé í hættu, hópar flokksmanna séu með valdarán í huga og gvöð má vita hvað... það er nú meira hvað línan er að þynnast á milli skáldskapar og slúðurs en hún hefur nú kannski alltaf verið þunn!
Þeir eru sérstaklega ötulir í skrifum sínum gegn Ingibjörgu Sólrúnu, en athuga ekki að hún er þegar komin ,,upp á dekk" og verður illa vikið til hliðar - þó þeir ólmist og berjist við að tala hana niður. Ég hef ekkert að óttast í þeim efnum því við höfum séð það svartara hér á árum áður. Það er eins og allir séu löngu búnir að gleyma því...
En auðvitað létum við engar slíkar lægðir hafa áhrif á störf okkar og stefnur og stóðum keik og lýstum markmiðum og málefnum jafnaðarmanna.
Auðvitað gerum við eins nú! Það er algjörlega nauðsynlegt að Samfylkingin fái skýrt umboð í næstu kosningum, því án hennar verða litlar sem engar breytingar. Ég hef meira en fulla trú á því með öllu því einvala liði sem í framboði er og með sterkan formann þar sem Ingibjörg Sólrún er - þó svo að slúðurstrákunum finnist eitthvað annað.
Við sjáum líka hilla í sögulegan viðburð með konu sem fyrsta forsætisráðherra landsins. Það er svo sannarlega saga til næsta bæjar og á að veita okkur enn meiri kraft fyrir stóra slaginn.
Við höfum allt í hann; hugmyndir, hugsjónir, málefni og fólk til að vinna verkin.
Áfram nú elskurnar mínar...
Guðrún Ögmunds er þingkona samfylkingar og bara með skemmtilegri konum í heimi hér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einsog talað út úr mínu hjarta! Við Samfylkingarkonur og menn eigum okkur breiðan og glæsilegan hóp frambjóðenda og formann sem ekki einungis er klár kona sem hefur sýnt það og sannað að hún er frábær leiðtogi heldur líka að hún stendur við jafnréttishugsjónina, svo lengi og að svo miklu leyti sem það er í hennar valdi að uppfylla hana.
Í vor höfum við frábært tækifæri til þess að stíga stórt skref í jafnréttisbaráttunni með því að tryggja Samfylkinginnu með Ingibjörgu Sólrúnu í forystu, góða kosningu og forsætisráðuneytið með - glutrum því ekki niður!
Anna Lára Steindal (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 13:20
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum um að fleiri karlmenn en konur styðji sjálfstæðisflokkinn og fleiri konur en karlmenn samfylkinguna, þá kem ég styð jafnræðið með því að kjósa hvorugan flokkinn í komandi kosningum.
Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 13:57
Takk fyrir þetta Gunna mín og takk fyrir Moggaviðtalið sem var glæsilegt.
Edda
Edda Agnarsdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 14:26
Trúnó er frábær hreint út sagt og Gunna líka :-) Upp á dekk konur og fylkjum liði til stuðnings við Ingibjörgu Sólrúnu og ekki síður vegna okkar sjálfra. Við finnum það í heiðarlegri naflaskoðun að það langt því frá náð.
Jafnan rétt kynjanna: Já takk!!!
Halla B. þorkelsson (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 18:25
Takk fyrir greinina Guðrún. Alltaf gaman að lesa það sem þú skrifar. Ég tek heilshugar undir orð þín um Ingibjörgu Sólrúnu. Hún er klár kona og frábær leiðtogi sem vílar ekki fyrir sér að rökstyðja sitt mál. Hún er eini stjórnmálaleiðtoginn sem Davíð Oddsson var hræddur við, enda dugðu honum ekki útúrsnúningarnir og hortugheitin í rökræðum við hana.
birna (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 15:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.