Hugsaðu þér.....

eftir Elínu Jóhannsdóttur

 ...ef í öllum snæviþöktum görðum væru snjókerlingar
...ef það væri kona í tunglinu
...ef það væri græn kona á gangbrautarljósinu
...ef það væru ráðfrýr og forsetur
...ef það væru kóngínur
...ef bleikur væri líka strákalitur
...ef farið væri í frið í stað þess að fara í stríð!
...ef ráðfrýr væru ekki frekjudósir heldur ráðsnjallar og ákveðnar
...ef hægt væri að vera föðursjúkur en ekki móðursjúk

...ef míns og þíns væru jöfn

Elín er fræðslufulltrúi þjóðkirkjunnar og áhugamanneskja um konur og menn 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Rós Antoníusdóttir

Þurfum ekki kóngínur, eigum drotnningar. Bleikur er búin að vera tískulitur stráka undanfarin misseri. Míns og þíns eru ekki til og því hvorki jöfn né ójöfn.

Inga Rós Antoníusdóttir, 8.2.2007 kl. 14:40

2 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Þetta þykir mér einkar fagurt stef

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 8.2.2007 kl. 16:59

3 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Það má benda á að drottning er ekki kvenkyns jafngildi kóngs. Kóngur er alltaf hæstráðandi. Drottning er ýmist hæstráðandi eða eiginkona hans. Eiginmaður fyrrnefndu drottningarinnar kallast síðan drottningarmaður.

Þó að bleikur hafi verið í tísku að undanförnu hjá fullorðnum karlmönnum er það ekki jafngildi þess að drengir séu farnir að líta á bleikan sem lit fyrir sitt kyn. Jafnvel hefur því verið líkt við félagslegt morð ef 8 ára drengur væri sendur í skólann í bleikum buxum.

erlahlyns.blogspot.com, 8.2.2007 kl. 17:19

4 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Frábær texti, við látum engann segja okkur hvað við þurfum og hvað við þurfum ekki.  Við þurfum jafnrétti!

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 8.2.2007 kl. 18:18

5 identicon

Já, hugsið ykkur ef við notuðum tungumálið okkar svona.  Og svo dettur fólki í hug að segja það skipti ekki máli hvaða orð við notum um hlutina!

alla (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 20:52

6 identicon

Um mögulega stækkun á álverinu í Straumsvík:

"þetta er þeirra bær og þetta er þeirra ákvörðun og það er ekki hæfi að ég hafi, taki afstöðu til þess hvað Hafnfirðingar eigi að gera í því sambandi" ISG 27 jan 2007.

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4337986/5

"Samfylkingin vill fresta stóriðjufamkvæmdum í Straumsvík og Helguvík. Þetta kom fram í ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í umræðu sem fram fór á Alþingi í dag vegna frumvarps um rammaáætlun um náttúruvernd." ISG 6. feb 2007

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1252011

Þetta hlítur að allt að hafa verið tekið úr samhengi, það getur ekki verið að vindhaninn hafi snúist enn einu sinni?

ha? (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 21:21

7 identicon

afsakið

...ef það væru vindhænur en ekki vindhanar

ha? (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 21:22

8 identicon

Var hún Guðmunda Halldórsdóttir von Breidavik ekki hin vænsta kerling? .

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundar

Trúnó
Trúnó
Trúnó er vettvangur kvenna sem aðhyllast femíníska jafnaðarstefnu

Tónlistarspilari

Brigitte Bardot - Ca pourrait changer

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband