Viðskiptaval

eftir Kristínu Atladóttur 

Orðið ,,boycott” útleggst á íslensku sem ,,viðskiptaval”. Þeir sem viðskiptavelja reyna með athæfi sínu að hafa áhrif á markaðssetningu og sölu ýmissa vara. Viðskiptaval er öflugt vopn sé því rétt og skynsamlega beitt. Ekki veitir neytendum af öllum þeim vopnum í baráttunni við ofríki, ofsköttun og okur. Ég fékk eftirfarandi fundarboð sent út fyrr í dag:

,,Léttar veitingar á sama uppsprengda verðinu og annars staðar á þessu andskotans landi sem stjórnað er af hvítum, miðaldra og ógeðslega ríkum
körlum sem láta klárar, sætar og duglegar konur borga 22% yfirdráttarvexti
og senda þeim svo tilkynningar annað slagið um að þær sé komnar með FIT-kostnað.”

Einn vettvangur sem tilhlýðilegt væri að beita viðskiptavalinu er sjónvarpsþátturinn Silfur Egils. Í þeim þætti hefur hlutur kvenna verið afar rýr í gegnum tíðina og þar birtist fjórðungsjafnréttið í allri sinni dýrð.

Það liggur við að gagnrýnisraddirnar séu hættar að heyrast – kynjahlutfall þáttarins er orðin staðreynd sem með tímanum holast í stein og enginn man eftir að setja sérstaklega út á. Konur verða kannski á endanum þakklátar fyrir að fá yfirhöfuð að vera með.

Það má vera að þetta lága hlutfall kvenna í þættinum sé skýrt með því að það endurspegli hlut kvenna annars staðar í þjóðfélaginu, svo sem í pólitík eða viðskiptalífinu. Eða þá að gripið sé til gömlu tuggunar að konur fáist ekki sem viðmælendur. Ef svo er má segja að um sé að ræða ,,a self-reinforcing cycle” – líkt og heyrist í fordæmisumræðunni um dóma Hæstaréttar í kynferðisafbrotamálum.

Þar er um að ræða kerfi sem engan veginn getur breyst - því ekki eru fordæmi fyrir því að vikið sé frá hefðinni.

Því ekki að hefjast handa við að beita viðskiptavali á Silfrið? Konur hætta að horfa á þáttinn og þær koma ekki fram í þættinum uns kynjahlutföllin hafa verið leiðrétt.

Við þurfum ekki að óttast neitt, við getum haldið því fram að engin marktæk, pólitísk umræða fari fram í þessum sjónvarpsþætti fyrr en hlutföllin hafi verið leiðrétt. 

Því er ekki af neinu að missa

Kristín er kvikmyndagerðarkona og búsett í Reykjavík.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Borga konur hærri yfirdráttarvexti en karla???

Og ef það á að "boycotta" Silfur Egils, af hverju þá ekki líka Kastljós, Ísland í dag og Sjálfstætt fólk. Viðmælendur þar eru líka að meirihluta til karlar.

Ákvað að kíkja á þessa síðu þegar ég heyrði um hana og vonaðist til að þetta yrði eitthvað almennilegt en þessi fyrsti pistill sem ég les er svo slæmur að ég efast um að nokkur maður taki marki á þessari bull síðu. Sorry stelpur.

Claus (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 00:58

2 identicon

reykfyllt bakherbergi

saumaklúbbur

desperate houswifes

stelpur, afhverju eruð þið ekki eins og Hannes Smárason?

Ha? (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 01:22

3 Smámynd: Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir

Konur fá lægri laun - kostar jafn mikið fyrir konur og karla að lifa - svo sennilega borga konur a.m.k. meiri vexti í formi yfirdráttarvaxta en karlar -

Claus þér hafið hitt naglann á höfuðið við náttúrlega föttuðum ekki neitt áður en þú komst hingað og útskýrðir þetta fyrir okkur. Herr Claus, gætirðu sagt mér meir ?

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, 8.2.2007 kl. 01:36

4 Smámynd: Andrés.si

Þíð viljið vera í pólitik, viðskiptalífinu og á sviðsljósinu á meðan krakkarnir eru í dópi eða á leiðini þankað. Á meðan íslenskir karlar sækja eftyr konum erlendis, á meðan árangur krakkana er ekki  með framlag mæðra.   Takk karlar með blæðingar. 

Og vextir rétt. Ekki borga ég minna heldúr þíð. Ekki er ég með meðlag og barnabætur, ekki heldur með fríðindi sem einstæðar mæður eru með. Hver er sem sagt fátækastur hópur hér? Karlar einstaklingar með börn til framfærslu. 

Andrés.si, 8.2.2007 kl. 02:35

5 identicon

Það er heimskulegt að vera með yfirdrátt, ég tala nú ekki um ef fólk er fátækt. Og ef maður á að sneiða hjá einhverju eru það allar matvöruverslanir, fyrir utan Bónus, og konur með saklaust bros í pöbbnum mínum. Meira um það síðar.

Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 09:15

6 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Ég horfi næstum aldrei á Silfur Egils. Kastljósið og aðrir þættir gera miklu meira af því að tala við fjölbreyttari hóp, þar á meðal klárar og skemmtilegar konur. Sem er talsvert áhugaverðara en að horfa á sömu karlana aftur og aftur.

Svala Jónsdóttir, 8.2.2007 kl. 09:38

7 identicon

Vonandi fer vefurinn ekki út í KARLA og KVENNA slag. Það var ekki hugmyndin er það?

hanna B Jóhannsd. (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 09:42

8 identicon

Já, hvernig væri nú að fara að kíkja aðeins á mig, MOI, í staðinn fyrir að glápa alltaf á sömu kallana! Tsss...!

Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 10:18

9 identicon

Af hverju fara karlar svona oft í vörn gegn okkur konum þegar við opnum túlan og látum það flakka?!!  Af hverju koma þeir alltaf með eh óþarfa fáránleg komment og útúrsnúninga...Getum við ekki verið málefnaleg og slept því að vera í sandkassaleik??  Finnst síðan fróðleg,málefnanleg og skemmtileg...en það er ansi þunn lína á milli þess að hljóma eins og bitur reið kelling eða málefnanleg kona með skoðanir og sjálfan sig á hreinu.

Ia (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 10:58

10 Smámynd: Alma Joensen

Frábær síða! Frábært framtak! Fleiri bleikar bloggsíður!!

Alma Joensen, 8.2.2007 kl. 12:45

11 Smámynd: Andrés.si

Arndís. Það er ekki að fara í vörn heldur ábending að konum vantar einhver jafnrétti jú.  En endilega byrja þetta jafnrett á réttu megin, sem sagt á þungum störfum. Rétt eins og karlarnin hafa byrjað ölðum siðan.   Hins vegar sé ég þetta siðu sem stríðs átaka gegn körlum en ekki jafnréttis stefnu kvenna.

Hvað með krakkar ykkar?  Ekki veit ég  betur en að of margar konur eru of uppteknar til að mæta á grunskóla vetvangir, s.s. fundir í vegum menntastofnana ofl.  Að sjálfsögðu er aðal atrið að fá sem hæsta barnabætu og meðlag.  :)

Andrés.si, 8.2.2007 kl. 14:44

12 identicon

Kæri Andrés,

http://www.skolavefurinn.is

http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=4352

Kv. Anna

Anna (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 20:54

13 Smámynd: Andrés.si

Anna.

 Það kom áður einmitt frá konum að benta á vef slóðir. En það þýðir ekki að lesa um  ef mæður ætla ekki að mæta í skóla þar sem krakkarnir eru hátt í 9 tíma á dag.  Þetta slóð trick hefur verið slæm aðferð til að sanfæra mig að hér er um að ræða ekta konur og ekta mæður.  Á stað þess eru margar ykkar í kerfis braski. 

Andrés.si, 9.2.2007 kl. 01:00

14 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Andres hvað með barnið þitt? Afhverju eiga feður ekki að bera jafnmikla ábyrgð á börnum sínum og mæður? Afhverju er það frekar mæðrum að kenna að krakkar eru í skólanum svona lengi en feðrum? 

Andrés í hvernig samfélagi vilt þú búa í? 

Ingi Björn Sigurðsson, 9.2.2007 kl. 13:51

15 Smámynd: Andrés Magnússon

Er „sniðganga“ ekki gegnsærra orð um „boycott“?

Andrés Magnússon, 10.2.2007 kl. 02:56

16 Smámynd: Andrés.si

Ingi. 

Að sjalfsögðu. Jafn mikla ábyrgð. Þar af jafn mikið utgjalð. Með því geta margir karlar tekið sig jafnvel 70% starf á stað 150% eins og gerist hér og þar.  

Enda er hver og einn tilfell mismunandi, bæði hjá gíftu og fráskilnu fólki.  

Staðreyndir syna að einstæðar taka sig oft einmitt sin eigin börn í gíslingu gagnvart fyrverandi eginmönnum.    Þær vildu endilega á meðal annars leiða land og þjóð.  Hverju tekur svona kvenmann í gíslingu ef hún kæmi á þíng eða á hæsta stöðu?  Skattborgara einmitt til þess að verja sjálfan sig.

Aftur á móti við verður  að viðurkenna að í þjóðfélaginu eru karlar sem eiga als enga áhuga að heyra, hvað þá að taka eða heimsækja börnin sinn.  

Andrés. 

Þott er ég ekki íslendingur fannst mér orð Viðskiptaval skritinn. Sniðganga kemur mikið betra í stað fyrir það fínst mér.  Að boycottira eitthvað er að kaupa ekki hjá viðkomandi. Sem samgt að sniðganga aðila og versla hjá öðrum til dæmis.

Andrés.si, 10.2.2007 kl. 17:35

17 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Andrés 

Því miður er mér fyrirmunað að skilja svarið hjá þér. Sérstaklega þetta með 70% og 150% og svo þetta með gíslingu kvenna á skattborgurum.

Ingi Björn Sigurðsson, 11.2.2007 kl. 10:39

18 Smámynd: Andrés.si

Fyrirgefðu Ingi, það var of hrað sleppt póstinu frá mér siðast. Þetta með jafn mikla ábyrgð ætti að hljóma þannig.  Vegna eigin og barna framfærslu þurfa karlmen einstaklingar að vinna miku lengur, jafnvel 150% starf.  Ef ábyrg væri eins, þá jafnast lika utgjalð. Krakkarnir væru meira með feðrum, meðlagið dettur að hluta niður og þannig hefði  þetta sami hópur vinna minna. Jafnvel 75% starf í  eihverjum tíkvíkum, því á móti koma sjálfsagt barnabætur.

Þeta með gíslingu er frekkar sálfræðilegt mál en ekki. Segjum að viss  há hlutfall kvenna notfæra eigin börn til að koma sinu fram.  Það þýðir einfaldega að taka börn í gíslingu. Hér á ég við fjölskyldur og fráskílinn fólk.  Sem sagt. Þetta hópur kvenmanna er vonlaus, samt  með væntigar að koma sem hæst.  Þegar sami hópur kvenna kemur hæst bitnar það í endanum í skattborgarar. Einhver stað verður að taka hún, ekki satt? Í raun gera það sama allir í einka rekstrinu, viðskiptalífnu, pólitikusar  óhað kynjum. En karlar alla vega nota ekki eigin börn til að koma sinu fram.

Andrés.si, 12.2.2007 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundar

Trúnó
Trúnó
Trúnó er vettvangur kvenna sem aðhyllast femíníska jafnaðarstefnu

Tónlistarspilari

Brigitte Bardot - Ca pourrait changer

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband