7.2.2007 | 23:50
Hingað og ekki lengra - koma svo stelpur!
eftir Steinunni Valdísi Óskarsdóttur
Birni Bjarnasyni fannst það hlægilegt um daginn að ég skyldi leggja það til að Ingibjörg Sólrún yrði gerð að næsta forsætisráðherra. Hann gerði lítið úr þeim möguleika að hún gæti orðið forsætisráðherra, vegna lélegrar stöðu Samfylkingarinnar.
Það er nú einu sinni þannig að ég er alltaf mjög ánægð með sjálfa mig ef Björn Bjarnason er mér ósammála. Hann hefur á stundum sent mér tóninn á síðunni sinni og það er greinilegt að tilhugsunin um Sollu sem forsætisráðherra olli honum vanlíðan. En hvað er það eiginlega sem gerir það að verkum að margir, oftast karlar, hrökkva hreinlega upp af standinum ef maður orðar þann möguleika?
Ég hef ekki einfalda skýringu á því en kannski er það ótti við hið óþekkta og að einhver sem tilheyrir ekki karlakórnum, gömlu valdaklíkunni, komist til valda.
Það er ennþá innprentað í allt of marga að treysta ekki konum fyrir miklum völdum. Ingibjörg Sólrún átti mjög á brattan að sækja í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna 1994, það er bara svo langt síðan að margir eru búnir að gleyma því. En hún fékk tækifæri og sýndi svo sannarlega að það skiptir máli að hafa konur við völd.
Undir hennar stjórn breyttist Reykjavíkurborg úr karllægu samtryggingarveldi í þjónustusveitarfélag sem setti hagsmuni fjölskyldna og barna í forgang. Í hennar tíð voru jafnréttissjónarmiðin raunveruleg stefna sem hrint var í framkvæmd, en ekki tómt orðagjálfur.
Minnisvarðar Ingibjargar Sólrúnar eru skólar, leikskólar, menningarstofnanir og síðast en ekki síst stjórnkerfi og starfsaðferðir sem tóku mið af þörfum borgarbúa.
Um alla vefheima sér maður logandi blogg þar sem menn kenna Ingibjörgu Sólrúnu um slæmt gengi. Hver étur upp eftir öðrum og undirliggjandi er ákveðin kvenfyrirlitning. En kannski er hér um alheimsvanda að ræða?
Ég sá að í könnun sem var gerð í Bandaríkjunum treysta 93% þjóðarinnar þeldökkum karlmanni til að verða næsti forseti en aðeins 86% treysta konu! Þó hefur bandarískt samfélag hingað til ekki verið talið frjálslynt í garð þeldökkra.
Erna Indriðadóttir, fyrrverandi fréttamaður, skrifaði grein um þetta í Fréttablaðið um daginn. Henni var nóg boðið og kallaði eftir samstöðu kvenna. Mér er líka nóg boðið - tökum okkur saman í andlitinu, stöndum með Sollu og svörum afturhaldsröddunum, hvort sem þær birtast í líki Björns Bjarnasonar eða annara "karlkynsofurbloggara".
Að síðustu legg ég til að Ingibjörg Sólrún verði gerð að forsætisráðherra í vor.
Steinunn Valdís varð borgarfulltrúi 29 ára gömul. Hún er gallharður femínisti, fyrrverandi borgarstjóri og siglir senn inn á alþingi fyrir Samfylkinguna í Reykjavík.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.2.2007 kl. 14:13 | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Af hverju einungis stelpur ?????
Þóroddur (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 01:36
Afþví að þetta er kynbundin mismunun!
Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 09:32
Það er afar merkilegt að Birni skuli þykja hlægilegt að Ingibjörg geti orðið forsætisráðherra miðað við slakt fylgi. Hvernig var aftur fylgið bak við síðasta forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson. Björn hlýtur að hafa hlegið sig máttlausan þá!
Mbk, Auður Hermannsdóttir
Auður Hermannsdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 12:21
Sammála þér um næsta forsætisráðherra.
Verkefni okkar er fyrst og fremst að ,,lækna" konur sem þjást af karlrembu
Sigþrúður Harðardóttir, 8.2.2007 kl. 12:29
Heyr heyr!
Svala Jónsdóttir, 8.2.2007 kl. 13:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.