Milljón konur í mál

 eftir Bryndísi Ísfold Hlöðversdóttur

WalMart verslunarkeðjan hefur orðið uppvís að alvarlegum brotum. Þessi stærsta verslunarkeðja Bandaríkjanna á yfir höfði sér fjöldamálsókn vegna kynjamismunar. Alríkisdómstóllinn í San Fransisco heimilaði fjöldmálsóknina nýverið en litlar 1,5 milljón kvenna hyggjast leita réttar síns.  

Hvorki meira né minna.

 

Fyrirtækið mismunaði konunum í launum og starfsframa og ef WalMart tapar málinu þarf fyrirtækið að greiða marga milljóna dala í skaðabætur.

 

Ójafnrétti borgar sig ekki. Vond fjárfesting.

 

En það má velta því fyrir sér hvað stjórnendur fyrirtækisins hafi hugsað með sér þegar þeir ákváðu að brjóta á rétti kvennanna:

 

,,Oh, þetta hlýtur að sleppa hjá okkur – þær eru nú ekki nema rúmlega milljón...”

 

Bryndís Ísfold er viðskiptafræðinemi og áhugakona um vonlaus viðskipti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

WHAT? Þetta er áhugavert... verður spennó að sjá hvað útúr þessu kemur :)

Frábært framtak að taka trúnó uppá næsta level

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 7.2.2007 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundar

Trúnó
Trúnó
Trúnó er vettvangur kvenna sem aðhyllast femíníska jafnaðarstefnu

Tónlistarspilari

Brigitte Bardot - Ca pourrait changer

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband