7.2.2007 | 17:22
Í megindráttum
eftir Rósu Þórðardóttur
Frétt dagsins segir að Magnús Stefánsson vilji henda sér í að snurfusa fæðingarorlofslöggjöfina svo hún hegni ekki frjósömu fólki fyrir að eignast tvö börn í beit.
Það hefur sýnt sig að frjósemi þjóða eykst við betri fæðingarorlofslöggjöf. Góðar fréttir fyrir þjóð sem telur litlar 300.000 hræður. Við þurfum sannarlega að fjölga í landsliðinu.
Síðustu misseri hafa Jóhanna Sigurðardóttir og Katrín Júlíusdóttir margsinnis imprað á þessum vanköntum fæðingarorlofslöggjafarinnar á alþingi fyrir daufum eyrum. Þær eru sannarlega konur dagsins.
Bryndís Ísfold og Oddný Sturlu hafa skrifað margar greinar upp á síðkastið til að kvarta undan hinni meingölluðu löggjöf sem tekur hvorki tillit til foreldra sem eignast börn með stuttu millibili né einstæðra foreldra, oftast mæðra.
Stundum er sagt að lagalega séð hafi konur náð fullum réttindum á við karla. Í megindráttum, já.
En lengi má gott bæta og það er sannarlega ekki vanþörf á kjörnum fulltrúum sem setja hagsmuni fjölskyldunnar, og kvenna í forgang.
Nú getur fólk tekið til við að fjölga sér.
Í megindráttum er það frétt dagsins.
Rósa er heimavinnandi húsfrú og bóndi, Suðurlandi.
Fyrri fæðingarorlofsgreiðslur ekki lengur lagðar til grundvallar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.2.2007 kl. 14:16 | Facebook
Pæling dagsins
- Kvennaþing í Hveragerði 11.-12. apríl. Stjórnmálaumræður með femínískum jafnaðarkonum. Ball með ROKKSLÆÐUNNI um kvöldið. Ertu búin að skrá þig?
Nota bene
Bloggandi konur
Anna Kristjáns
Arndís Anna
Arndís Steinþórs
Ása Richards
Ásta R. Jóhannesdóttir
Björk Vilhelmsdóttir
Bryndís Ísfold
Edda Agnarsdóttir
Beta Ronalds
Erla Sigurðardóttir
Eva Bjarna
Guðríður Arnardóttir
Dagbjört Hákonard
Helga Vala
Ingibjörg Stefáns
Jóhanna
Katrín Anna
Katrín Júlíusdóttir
Lára Stefánsdóttir
Magga Stína
Oddný Sturludóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Rósa Erlings
Sonja B Jónsdóttir
Steinunn Valdís
Svanfríður Jónasdóttir
Þorgerður Diðriks
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.