Sögulegt tækifæri

eftir Oddnýju Sturludóttur

Hver sú kona sem kemst að kjötkötlunum þar sem þeir eru heitastir er þyngdar sinnar virði í gulli. Ef hún dansar í femínískum takti og geymir rætur sínar djúpt í kvennapólitískri moldu, er breytinga að vænta fyrir konur, dætur þeirra og mæður. Hún gefur karlamenningunni langt nef og við þurfum sannarlega á fleiri slíkum að halda til að tryggja jöfn tækifæri allra, dætra okkar sem sona. 
 

Í fyrsta sinn í sögu Íslands eygjum við þann möguleika að kona setjist í stól forsætisráðherra. Sú kona hefur staðið vaktina í jafnréttismálum frá því hún hóf afskipti af stjórnmálum fyrir 25 árum. Sú kona var í hópi fyrstu borgarfulltrúa Kvennaframboðsins og þingkona Kvennalistans.

 

Hún leiddi sameinaða vinstrimenn í Reykjavíkurlistanum til þriggja glæstra kosningasigra og stjórnaði borginni farsællega. Á þeim tíma náði hún aðdáunarverðum árangri í jafnréttismálum sem vakið hefur athygli út fyrir landsteinana.

 

Launamunur kynjanna minnkaði um helming hjá Reykjavíkurborg en kynbundinn launamunur hefur staðið í stað í 16 ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins.

 

Enda predika menn þar á bæ gjarnan stöðugleika...

 

Í borgarstjóratíð hennar urðu konur helmingur æðstu stjórnenda og sama leik ætlar Samfylkingin að leika á landsvísu komist hún í ríkisstjórn. Jafnréttismálin verða færð til forsætisráðuneytis og fléttuð samviskusamlega við allar ákvarðanir sem teknar verða á þjóðarskútunni – þar sem kona stendur í brúnni.

 

Ingibjörg Sólrún hefur alla tíð verið hörð baráttukona gegn ofbeldi mót konum, hún gerði út af við biðlista á leikskóla í Reykjavík og setti afnám launaleyndar á dagskrá í íslenskum stjórnmálum, fyrst allra.

 

Margfeldisáhrif baráttukvenna í valdastöðum eru gríðarleg, fyrirmyndin sem þær eru öðrum konum og telpum ómetanleg. Sögulegt tækifæri er framundan og nú er lag að standa saman og styðja Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur til áframhaldandi góðra verka.

Látum ekki róginn og eineltið eyðileggja fyrir hæfri konu.

Það kemst enginn leiðtogi með tærnar þar sem Ingibjörg Sólrún hefur hælana – þó hann færi á háa hæla.


Oddný er borgarfulltrúi og áhugamanneskja um kjötkatla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Hmmm... "sameinaða vinstrimenn" - ég hef nú ekki litið á mig sem vinstrimann en minnir samt endilega að Framsóknarmenn hafi setið í meirihluta með vinstrimönnunum.  Er söguskoðunin komin svo langt hjá feminískum jafnaðarmönnum að R-listinn er algjörlega orðin eign vinstri manna og ISG.  Minnir líka að hann hafi starfað áfram þrátt fyrir að hún væri hætt í borgarmálunum.   

Eygló Þóra Harðardóttir, 7.2.2007 kl. 07:10

2 identicon

Auðvitað er það rétt hjá Eygló að framsóknarflokkurinn var aðila að Reykjavíkurlistanum. Án framsóknar hefði Reykjavíkurlistinn ekki haldið meirihlutanum í borginni. Þrátt fyrir að ég sé ekki framsóknarkona heldur samfylkingarkona, tel ég ómaklegt að þakka samfylkingunni allt.

Eygló segir jafnframt að hana minni að Reykjavíkurlistinn hafi starfað áfram þrátt fyrir brotthvarf Ingibjargar Sólrúnar úr borgarmálum. Það er rétt, hann starfaði áfram um nokkra hríð, en ég minni á að Reykjavíkurlistinn hrundi skömmu eftir brotthvarf Ingibjargar. Ég tel að það hafi sýnt og sannað það sem margir héldu fram, að Ingibjörg væri límið sem hélt Reykjavíkurlistanum saman.

Mbk, Auður Hermannsdóttir

Auður Hermannsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 09:01

3 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Frábær grein Oddný og til hamingju með nýja vefritið. Já, og Eygló, kannski hefði mátt segja sameinaða mið- og vinstrimenn. Framsóknarmenn voru mikilvægir í Reykjavíkurlistanum en þeir virðast vera enn mikilvægari í núverandi meirihluta - og það þótt borgarfulltrúar þeirra séu orðnir helmingi færri.

Ingibjörg Stefánsdóttir, 7.2.2007 kl. 09:53

4 Smámynd: Þorgerður Laufey Diðriksdóttir

Áfram konur hvar sem þið standið í pólitík.

Staðan er þó þessi að engin kona stjórnar flokksskútuni að þessu sinni nema Ingibjörg Sólrún.

Enda dynur á henni óverður úr öllum áttum, jafnvel frá hennar eigin samflokksmönnum.

Hver ástæðan er er ekki gott að segja. Mín skoðun er þó skýr jafnréttisbaráttan er hér í hnotskurn, skýr og tær. Konur eiga ekki að vilja upp á dekk.

Kannski er sú afturför sem hefur orðið í jafnréttismálum á undanförnum árum best lýst með þeim listum sem stjórnmálaflokkarnir stilla upp að þessu sinni.

Hin almenna skoðun virðist vera að konur eiga ekki að hreykja sér hátt. Því maður veit ekki hversu hátt fallið verður.

þessu verður að breyta og það er komið að okkur dætrum þeirra kvenna sem vörðuðu leiðina til jafnréttis.

Við verður að láta í okkur heyra og taka upp þráðin þar sem honum sleppti og tegja á honum þannig að hann skreppi ekki svona saman.

Jafnréttisbarátta er ekki bara fyrir konur, samfélagið og framtíðina hún er eðlilegt framhald af fortíðinni.

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 7.2.2007 kl. 09:56

5 identicon

Til hamingju með bloggið! Lofar góðu. Ekki vanþörf á að konur endurheimti sjálfstraustið (og hver til annarar). Þá má kannski bæta við því sem elstu konur muna að Ingibjörg Sólrún var í Rauðsokkahreyfingunni og í kvennahópum hér í Kaupmannahöfn þar sem experimenterað var með "grunnhópa", blandaða hópa, reynsluheim kvenna og annað sem þótti mjög nýtískulegt um og upp úr 1980. Blað sem kvennahóparnir gaf út – Forvitin rauð í Kaupmannahöfn – sp

annaði allt frá kjörum suður-afrískra kvenna til kynferðislegrar fullnægingar! Og hinu vil ég líka bæta við að í Samfylkingunni eru auk Ingibjargar Sólrúnar margir góðir femínistar af ýmsum kynslóðum. Því eru allar forsendur fyrir hendi að Samfylkingin geti haldið úti nútímalegri stefnu sem mótast af feminísku innsæi og þekkingu.  

Erla Sigurðardóttir 

Erla Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 10:05

6 Smámynd: halkatla

getur þú kannski skilað því til Ingibjargar Sólrúnar fyrir mig að hún eigi að hætta að ganga í loðfeldum? ég hef ekki litið á hana sem annað en villidýr síðan ég sá hana þannig til fara í sjónvarpinu fyrir nokkrum vikum. Ég kunni vel við hana áður en þarna fór hún alveg með það. Ég vil gjarnan sjá hæfar konur útum allt, en ef þær eru í pelsum vil ég frekar sjá glataðann kall! Annars meina ég nú ekkert illt með þessu

það er heldur engin afsökun ef henni var kalt, fólk einsog hún á líka að vera meðvitað fyrir þjáningum dýra og það er óafsakanlegt að eyða morðfjár í loðfeldi og spranga síðan um á þeim. Ég bjóst við meiru af henni.  

halkatla, 7.2.2007 kl. 10:57

7 identicon

Þetta er stórgott framtak og ástæða til að óska okkur öllum til hamingju með nýja vefinn.  Megi hann blómstra og dafna!

alla (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 14:43

8 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

"Hmmm... "sameinaða vinstrimenn" - ég hef nú ekki litið á mig sem vinstrimann en minnir samt endilega að Framsóknarmenn hafi setið í meirihluta með vinstrimönnunum.  Er söguskoðunin komin svo langt hjá feminískum jafnaðarmönnum að R-listinn er algjörlega orðin eign vinstri manna og ISG.  Minnir líka að hann hafi starfað áfram þrátt fyrir að hún væri hætt í borgarmálunum. "

Björn Ingi og félagar vildu nú ekkert kannast við aðild Framsóknar að R-listanum sáluga og vilja reyndar ekki enn.  Hafa gagnrýnt R-listann hægri vinstri án þess að minnast á það að þeirra flokkur var þar innanborðs.  Þetta gekk svo langt að frambjóðendur Framsóknar kölluðu listann aldrei neitt annað en X-Bé! 

Sigfús Þ. Sigmundsson, 7.2.2007 kl. 15:27

9 Smámynd: Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir

Áfraaaaam stelpur...

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, 7.2.2007 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundar

Trúnó
Trúnó
Trúnó er vettvangur kvenna sem aðhyllast femíníska jafnaðarstefnu

Tónlistarspilari

Brigitte Bardot - Ca pourrait changer

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband