Foreldrar og börn

eftir Helgu Völu Helgadóttur

Mikið erum við heppin hér á Íslandi að hafa löggjöf um fæðingarorlof. Fæðingarorlofið gefur okkur tækifæri til að sinna börnunum okkar allan sólarhringinn á fyrstu og mikilvægustu augnablikum lífsins. Á augnablikunum þar sem foreldrar kynnast börnum og börn foreldrum. En ekki bara það. Rannsóknir hafa sýnt að þeim börnum sem fá mikla líkamlega alúð í frumbernsku vegnar betur - þau einfaldlega þrífast betur. 

  Ekki síst þess vegna er fæðingarorlofið hugsað. Til að efla tengsl á milli foreldra og barna og til að stuðla að því að litlum mannverum gangi betur á leið sinni út í lífið langa. En því miður eru ekki öll börn svo heppin að eiga bæði pabba og mömmu sem eru til staðar fyrir þau. Í sumum tilfellum er það bara annað foreldrið sem kemur að umönnun barnsins fyrstu misserin. Og barn þessa foreldris er ekki bara óheppið að hafa ekki pabba sinn eða mömmu til staðar, heldur bregst löggjafinn því líka. Löggjafinn sem á að passa upp á að mismuna engum, ræðst á þau allra smæstu og sviptir þau mikilvægum samverustundum í upphafi lífsgöngunnar.   

 Börn einstæðra foreldra fá nefnilega bara að vera með foreldrum sínum í sex mánuði í fæðingarorlofi en ekki níu mánuði eins og hin börnin. Því að löggjafinn krefst þess að hitt foreldrið, sem ekki hefur látið sjá sig á svæðinu, haldi sínum þremur mánuðum. Þetta er víst gert til að forðast svindl! 

Á meðan blæða börnin. Börn einstæðra foreldra fá bara að vera í orlofi fyrstu sex mánuði ævi sinnar, því þau voru svo óheppin að hafa ekki báða foreldrana til staðar.

 

Helga Vala er laganemi búsett í Bolungarvík. Hún er slunginn skápasmiður.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

innlitskvitt

Ólafur fannberg, 6.2.2007 kl. 23:56

2 identicon

Þakka þér fyrir, Helga Vala, að minna á þetta. Þetta er mál sem Samfylkingin á að beita sér fyrir að leiðrétta. Við viljum ekki að börnum sé mismunað - engum reyndar, en allra síst börnum!

Bestu kveðjur og til hamingju með trúnó til okkar allra!

Sonja B. Jónsdóttir

Sonja B. Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 09:43

3 identicon

Já, þetta er mikil ósanngirni. Jafnvel í þeim tilfellum þegar það foreldri, sem ekki býr með barninu, myndi glatt veita hinu sinn 3 mánaða rétt þá er það bannað og enginn nýtur góðs af þeim mánuðum.
Það er sorgmædd einstæð móðir hálfs árs barns sem ritar þessi orð með von um að úr rætist þótt hennar barn þurfi í pössun 6 mánaða en ekki 9 eins og "hin börnin"

Einstæð mamma (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundar

Trúnó
Trúnó
Trúnó er vettvangur kvenna sem aðhyllast femíníska jafnaðarstefnu

Tónlistarspilari

Brigitte Bardot - Ca pourrait changer

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband