Velkomin á trúnó

Reykfyllt bakherbergi er hugtak sem kallar upp sterka mynd í hugum flestra. Karlmenn, laumulegar augngotur, klapp á bakið, digur karlarómur. Og vindlareykur. Mikið af vindlareyk.

Í reykfylltum bakherbergjum hefur ráðum verið ráðið, ákvarðanir verið teknar og mannkynssagan skrifuð. Vitanlega hafa einstaka konur stungið sér inn í herbergin síðastliðna áratugi og reykræst – loftað út.

Konur hafa síðastliðin 100 ár loftað heilmikið út. Opnað glugga kvenfrelsis og skákað viðteknum hefðum og gildum.

Konur hafa í gegnum tíðina staðið saman. Á kvennaklósettum og bak við eldavélina. Yfir hausamótum barna og í sængurlegu. Í flugvélum, ráðstefnum, bankaráðum, skólastofum og kokkteilboðum.

Þær sýna samkennd og klappa hverri annarri á bakið,

Konur fara á trúnó og þar er allt látið flakka.

Trúnó er andsvar hinna reykfylltu bakherbergja. Trúnó er vettvangur femínískra jafnaðarkvenna sem vilja jafna leikinn. Taka þátt og gera sig gildandi. Skilja eftir sig spor í stjórnmálum, listum, fræðigreinum, heimilunum og atvinnulífi, til sjávar og sveita. Hreyfum til stjörnurnar á himnafestingunni ef þess þarf.

Velkomin á femíníska bloggsíðu sem segir sex. 

  


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Til hamingju með nýtt vefrit. Hlakka til að kíkja reglulega á trúnó! :)

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 7.2.2007 kl. 01:07

2 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

En hvernig getur trúnó verið trúnó þegar það er öllum aðgengilegt úti á torgi?  Þið ættuð a.m.k. að láta menn leysa einfaldar þrautir til að komast í ritmálið ykkar.  Það myndi einnig auka á spenninginn.

Sigurður Ásbjörnsson, 7.2.2007 kl. 02:05

3 identicon

Flott síða - takk fyrir þetta tímabæra framtak!

Ólína Þorvarðardóttir (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 16:38

4 identicon

Til hamingju með nýja vefinn, frábært framtak hjá ykkur. Konur allra flokka sameinist! Allar á trúnó, lokum á reykfylltu bakherbergin og brjótum niður karlaveldið í eitt skipti fyrir öll!

Guðfríður Lilja (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 17:49

5 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Til hamingju með nýja vefritið. Þetta er flott framtak.

Svala Jónsdóttir, 7.2.2007 kl. 19:58

6 Smámynd: Andrés.si

Endilega vil ég  vera með ykkur á sjó, í lagervinnu þar sem  burður  án tækja aðstöð er  milli 2000-10.000 kg dag hvert.  Það vantar heldur þetta blessaðan kyn í að byggja  hús ofl.  Ætli ég ekki bara að hætta að telja upp?   

Andrés.si, 8.2.2007 kl. 00:43

7 identicon

Til Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.
Varðandi öll þau ummæli sem komið hafa upp v/Byrgsin, vil ég benda á að ekki mun veita af að kanna rekstur Götusmiðjunnar því hann er í svipuðu rugli og Byrgið. Þarna eru eingir starsmnenn
með reynslu eða menntaðir, til að annast þessa unglinga sem eru þarna. Það er mikið af peningum sem fara til eikaneyslu hjá Guðmundi Týr. Kveðja vonast eftir að það verði tekið á þessum
málum núna.

Tryggvi Hannesson (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundar

Trúnó
Trúnó
Trúnó er vettvangur kvenna sem aðhyllast femíníska jafnaðarstefnu

Tónlistarspilari

Brigitte Bardot - Ca pourrait changer

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband